Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 135
ANDVARI
„SÖNGUR ER í SÁLU MINNI“
133
Oft sorgarljár við hjarta hneit
hjá hljóðri moldargröf.
Þú sólna sól, þú ljósa ljós,
sem leiftrar skærst við tregans ós
og stafar styrk og fró,
við hljóðlát, ósæ innhrif þín
hver andans perla vex og skín
og leiðir líf að ró.
Til þín, til þín um heiðloft há
minn hugur væng sinn ber.
Mín æðsta von og innsta þrá
í eining hníga að þér.
IX
Þess verður að geta hér, að þann 6. júní 1892 giftust Sigurjón Friðjónsson og
Kristín Jónsdóttir í Einarsstaðakirkju og hófu um það leyti búskap á þriðjungi
Sands í Aðaldal á móti Friðjóni föður hans. Þar fæddust þeim átta börn á
fjórtán árum, en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Vorið 1906 andaðist Haraldur Sigurjónsson á Einarsstöðum. Varð þá að
ráði að Sigurjón og Kristín flyttust þangað og leigðu hálfa jörðina til næstu sex
ára. Hann var þá 38 ára. Þar fæddust þeim Kristínu þrjú börn. Vorið 1913
fluttust þau loks í Litlulaugar í Reykjadal.
Áskell Sigurjónsson er fjórði í aldursröð barna Sigurjóns og Kristínar,
fæddur á Sandi 13. mars 1898 og man vel árin á Einarsstöðum. Greinir hann
svo frá í bréfi sínu:
„Það var á Einarsstaðaárum okkar að ég varð áskynja um áhuga föður míns
á „dulrænum“ bókmenntum innlendum og útlendum. Hann keypti tímaritin
Ganglera og Morgun og las stundum upphátt fyrir fólkið úr þessum ritum.
Hann keypti og hafði undir höndum skyld rit, bæði á íslensku og erlendum
málum. Þó að faðir minn hefði ekki mikil peningaráð, þá keypti hann furðu
mikið af íslenskum bókum jafnóðum og þær komu út, bæði skáldrit og heim-
spekirit eða guðfræðirit, og las þessar bækur upphátt eins og sagt var, einkum
ef hann hafði sjálfur áhuga á efni bókanna. Man ég t.d. að hann las upphátt
fyrir fólkið „í baðstofunni" sögur Einars Hjörleifssonar nýútkomnar, „smá-
sögur“ Guðmundar bróður síns (Tólf sögur, Átta sögur o.s.frv.), Árin og ei-
lífðin (ef ég man rétt). Þýddar skáldsögur (Á Guðsvegum e. B'. Bj. og
fl.norskar sögur). Einnig man ég, að hann las stöku sinnum sögur á Norður-
landamálunum, dönsku eða norsku, og þýddi þær á íslensku um leið og hann
las. En þó hann skildi þessi mál vel og ég hygg næstum til hlítar, þá vildi sá
lestur verða stirðlegur og ekki vel eðlilegur. Annars þótti mér faðir minn lesa