Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 160

Andvari - 01.01.1991, Side 160
158 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI er talin hafa endurvakið þuluformið í íslenskum kveðskap. Fyrsta bókin, Kvæði, sýnir fágæta kunnáttu ungs höfundar í ljóðrænni skáldlist og átti góð- an þátt í að losa um hömlur og beina ferskum straumum inn í bókmenntirn- ar. Einnig hafði Hulda veruleg áhrif í ljóðrænum prósa eins og hér er bent á, en þeim þætti í verkum hennar hefur verið miklu minni gaumur gefinn. Hún gaf út ljóðrænar smásögur, Æskuástir, 1915 og annað kver með sama nafni 1919. Þetta verk er að mörgu leyti hliðstætt Hel Sigurðar Nordals í Fornum ástum sem út kom sama ár og mun meira frægðarorð hefur farið af. Loks er að telja Myndir 1924, þætti og prósaljóð sem verulegt nýjungagildi höfðu á sínum tíma. Þeirri stefnu hélt Hulda þó ekki fram, prósi hennar varð í hefð- bundnari epískum sniðum er á leið, en aldrei leynir sér þó að hún var um- fram allt lýrikker, vafalaust einn hinn fremsti sinna samtíðarmanna. Það hefði verið fróðlegt að athuga ger stílþróun í verkum Huldu, ljóðum og lausu máli. Höfundur inngangs bendir á nokkur atriði í stíl hennar vel og skilmerkilega, drepur á hina fíngerðu persónulegu náttúrulýrik, en annað er þó ofar á baugi og verður megininntak ritgerðarinnar. Það er greinargerð um hvernig skáldkonan bælir frelsisþrá sína, tekur á sig kúgunarfjötra kven- hlutverksins sem hún reynir að gera bærilega með æ meiri rómantískri fegr- un þess er á líður. Um þetta stendur hér: „Segja má að í Myndum séu tvenns konar vatnaskil í skáldskap Huldu. Þróun hennar í átt til nýstárlegra forms nær hámarki í hinum frjálsu og óhefðbundnu prósaljóðum. Innihald margra þeirra, boðskapur og hug- myndafræði, er hins vegar í hrópandi mótsögn við framsækið formið. í stað skáldadraumsins er móðurhlutverkið hafið til skýjanna og bæling tekin fram yfir frelsi eðlishvatanna. Hin jarðneska og sjálfhverfa ást hefur vikið fyrir óeigingjörnum kærleika til alls sem lifir. Næstu verk Huldu staðfesta þessa breytingu. Tveimur árum á eftir Mynd- um, 1926, kom ljóðabókin Við ysta haf. Nafnið er táknrænt, alger andstæða við heiti Segðu mér að sunnan þar sem hugurinn leitaði enn til fjarlægra landa þótt bjartsýnin og vongleðin væri að mestu horfin. í ljóðinu „Við ysta haf“ lýsir skáldkonan þeim ásetningi sínum að sætta sig við þröngan sjóndeildarhring heimabyggðarinnar, varðveita hinn þjóðlega menningararf og vinna lífinu og kærleikanum.“(72) Þetta er reifað og rökstutt með mörgum dæmum í innganginum og af ærn- um lærdómi vitnað til femínískra bókmenntarannsókna því til stuðnings. í þessu samhengi er gerð nokkur grein fyrir sögunni Dalafólki, stærsta verki Huldu, en þar nær fegrun húsmóðurhlutverks og sveitalífs, festu og tryggð- ar hámarki. Löngum hefur verið á orði að sú saga muni samin til mótvægis við Sjálfstætt fólk og staðfestir áður óbirtur bréfkafli frá Huldu það. Henni var mikið kappsmál að láta þýða bókina á ensku til að vinna gegn lýsingum Halldórs Laxness á íslendingum sem henni þóttu bæði ósannar og niðrandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.