Andvari - 01.01.1991, Page 160
158
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
er talin hafa endurvakið þuluformið í íslenskum kveðskap. Fyrsta bókin,
Kvæði, sýnir fágæta kunnáttu ungs höfundar í ljóðrænni skáldlist og átti góð-
an þátt í að losa um hömlur og beina ferskum straumum inn í bókmenntirn-
ar. Einnig hafði Hulda veruleg áhrif í ljóðrænum prósa eins og hér er bent á,
en þeim þætti í verkum hennar hefur verið miklu minni gaumur gefinn. Hún
gaf út ljóðrænar smásögur, Æskuástir, 1915 og annað kver með sama nafni
1919. Þetta verk er að mörgu leyti hliðstætt Hel Sigurðar Nordals í Fornum
ástum sem út kom sama ár og mun meira frægðarorð hefur farið af. Loks er
að telja Myndir 1924, þætti og prósaljóð sem verulegt nýjungagildi höfðu á
sínum tíma. Þeirri stefnu hélt Hulda þó ekki fram, prósi hennar varð í hefð-
bundnari epískum sniðum er á leið, en aldrei leynir sér þó að hún var um-
fram allt lýrikker, vafalaust einn hinn fremsti sinna samtíðarmanna.
Það hefði verið fróðlegt að athuga ger stílþróun í verkum Huldu, ljóðum
og lausu máli. Höfundur inngangs bendir á nokkur atriði í stíl hennar vel og
skilmerkilega, drepur á hina fíngerðu persónulegu náttúrulýrik, en annað er
þó ofar á baugi og verður megininntak ritgerðarinnar. Það er greinargerð
um hvernig skáldkonan bælir frelsisþrá sína, tekur á sig kúgunarfjötra kven-
hlutverksins sem hún reynir að gera bærilega með æ meiri rómantískri fegr-
un þess er á líður. Um þetta stendur hér:
„Segja má að í Myndum séu tvenns konar vatnaskil í skáldskap Huldu.
Þróun hennar í átt til nýstárlegra forms nær hámarki í hinum frjálsu og
óhefðbundnu prósaljóðum. Innihald margra þeirra, boðskapur og hug-
myndafræði, er hins vegar í hrópandi mótsögn við framsækið formið. í stað
skáldadraumsins er móðurhlutverkið hafið til skýjanna og bæling tekin fram
yfir frelsi eðlishvatanna. Hin jarðneska og sjálfhverfa ást hefur vikið fyrir
óeigingjörnum kærleika til alls sem lifir.
Næstu verk Huldu staðfesta þessa breytingu. Tveimur árum á eftir Mynd-
um, 1926, kom ljóðabókin Við ysta haf. Nafnið er táknrænt, alger andstæða
við heiti Segðu mér að sunnan þar sem hugurinn leitaði enn til fjarlægra
landa þótt bjartsýnin og vongleðin væri að mestu horfin.
í ljóðinu „Við ysta haf“ lýsir skáldkonan þeim ásetningi sínum að sætta sig
við þröngan sjóndeildarhring heimabyggðarinnar, varðveita hinn þjóðlega
menningararf og vinna lífinu og kærleikanum.“(72)
Þetta er reifað og rökstutt með mörgum dæmum í innganginum og af ærn-
um lærdómi vitnað til femínískra bókmenntarannsókna því til stuðnings. í
þessu samhengi er gerð nokkur grein fyrir sögunni Dalafólki, stærsta verki
Huldu, en þar nær fegrun húsmóðurhlutverks og sveitalífs, festu og tryggð-
ar hámarki. Löngum hefur verið á orði að sú saga muni samin til mótvægis
við Sjálfstætt fólk og staðfestir áður óbirtur bréfkafli frá Huldu það. Henni
var mikið kappsmál að láta þýða bókina á ensku til að vinna gegn lýsingum
Halldórs Laxness á íslendingum sem henni þóttu bæði ósannar og niðrandi.