Andvari - 01.01.1991, Side 164
162
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
III
Það er ekki vonum fyrr að út sé gefið á íslensku doktorsrit Ivars Orglands,
Stefán frá Hvítadal og Noreg. Rit þetta varði höfundur við Háskóla íslands
1969 og var það þá gefið út á nýnorsku. Má varla minna vera en íslendingar
láti þýða þær bækur sem útlendir fræðimenn hafa ritað um helstu skáld þjóð-
arinnar, en stundum hefur raunar orðið furðulöng bið á því. Ivar Orgland
samdi áður bók um æskuár Stefáns, fram til þess að hann hélt til Noregs
1912. Kom hún út á íslensku 1962. Eftir doktorsritið mun hann hafa ritað
sem svarar heilu bindi um seinni ár Stefáns og kemur það vonandi fyrir al-
mennings sjónir áður en lýkur.
Svo segir á kápu bókarinnar um Stefán og Noreg að hún sé „að stofni til“
doktorsrit Orglands. Þetta er furðulegt því ég fæ ekki betur séð en bókin sé
rétt og slétt þýðing norska ritsins. Hér er engu við aukið, ekki einu sinni
nýjum formála, né heldur bætt við skrá um helstu ritgerðir um skáldið, því
sem síðan hefur verið skrifað. Það er aðallega ritgerð Kristjáns Karlssonar í
nýrri útgáfu Ljóðmæla, 1970. Fengur er líka að smágrein Hannesar Péturs-
sonar, „Skáld í Bessatungu“ í bók hans, Úr hugskoti. En það er einkum
skáldskapur Stefáns á seinni árum sem þeir Kristján og Hannes hafa góðar
athugasemdir um. Sá skáldskapur kemur lítt við sögu í bók Orglands, Stefán
frá Hvítadal og Noregur. Undirtitill hennar, þýddur beint úr norsku, rétt
eins og þýðingin sé gefin út fyrir ófróða lesendur, er svofelldur: „Rannsókn á
norskum áhrifum á íslenskt ljóðskáld á 20.öld.“ Annað dæmi, dálítið spaugi-
legt, um það hversu nákvæmlega frumtexti Orglands er þræddur: í skamm-
stöfunum heimilda getur að líta fjölvíða SEB og SEP. Hvað skyldi það vera?
Jú, hér er átt við „Stefáns etterlatne böker“ og „Stefáns etterlatne papirer“.
Og útvarpsfyrirlestur Þórbergs Pórðarsonar fær skammstöfunina RF, þ.e.
Radioforedrag! - Hér hefði víst mátt íslenska eða gera einhverja grein fyrir
þýðingunni. Annars er þýðing Steindórs Steindórssonar læsileg. Að vísu
hnaut ég um sífellda notkun tengingarinnar „allt um það“ í stað „enda þótt“
eða „hvað sem því líður.“ - Bókin er 360 síður, auk myndasíðna, skiptist í
ellefu kafla, þar fyrir utan viðauki, m.a. með myndum af handritum. Hér er
því um stórt verk að ræða sem ekki er unnt að gera full skil í stuttu máli.
Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna eru það norsk áhrif á skáldskap
Stefáns frá Hvítadal sem Ivar Orgland kannar hér. Þeirra gætir langmest í
Söngvum förumannsins, fyrstu bók skáldsins, 1918, og er hún því í sjónar-
miðju. Rannsóknin er ævisöguleg og samanburðarfræðileg í þröngri merk-
ingu. Ferill Stefáns í Noregi 1912-15 er rakinn í smæstu atriðum sem um
verður vitað, reynt að hafa upp á því hvað hann las í dönskum, sænskum og
þó einkum norskum skáldskap og orkaði á hann. Þau áhrif eru þó einkum
rakin að því er tekur til yfirborðslegra orðalags- og bragarháttalíkinga. Um