Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 12

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 12
10 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI um óvirðingu gagnvart „vinaþjóð“ en fundin verði önnur dæmi um í skjótri svipan. En það er önnur saga. Það er í seinni hluta bókarinnar sem Andri Snær fjallar um stóriðjustefnuna. Auðvitað er sú umfjöllun áróðurskennd, eins og menn hafa sagt, en hún er studd svo skýrum og glöggum röksemdum að engin leið er að daufheyrast við henni. Og málflutningur hans er borinn uppi af heitri ást á landi og þjóð sem yljar lesandanum. Með Draumalandinu hefur íslenskur höfundur fært þjóð sinni boðskapar- og áminningarrit sem ekki á sinn líka á seinni áratugum. Á fyrri hluta síðustu aldar trúðu menn á stórar kenningar í þjóðfélagsmálum. Slíkar hugmyndir boðuðu helstu ritsnillingar okkar á þeim tíma, Þórbergur Þórðarson í Bréfi til Láru og Halldór Kiljan Laxness í Alþýðubókinni. Andri Snær boðar enga allsherjarkenningu um þjóðfélagið, þess háttar stórisann- leikur er kominn á „ruslahaug sögunnar“ svo vísað sé til orða fyrr í þessari grein í öðru samhengi. En hann vekur til umhugsunar. Höfundur Draumalandsins trúir á manninn, eins og hugsjónamenn fyrri tíðar tóku sér tíðum í munn. Það var áður en hugsjónasnautt hagsmunapot og taumlaus auðhyggja varð mestu ráðandi í samfélaginu eins og nú er orðið. Því er hressandi að lesa nú bók frá ungum rithöfundi sem hefur í senn hugsjónir, vilja og vald til að túlka þær fyrir lesendum með einörðum og rökföstum hætti. Hann er ekki haldinn þeirri sjálfumnægu trú sem margir virðast hafa hér, að allt „reddist einhvern veginn“ og ævinlega sé hægt bæði að halda og sleppa, éta kökuna og eiga hana í senn. Hann særir þjóðina að hún láti ekki glepjast af hræðsluáróðri stjórnmálamanna þegar þeir eru, að sjálfsögðu í góðum hug, að spilla landinu varanlega og tjóðra okkur við stóriðjustefnu sem mun þegar til lengri tíma er litið skerða vaxtarmöguleika nýrra atvinnugreina og gera landið að verri stað til að búa á. Á síðustu opnu Draumalandsins stendur: „Eg skrifa þessa bók vegna þess að ég er hræddur um að heimurinn fari að skilja Island frá þjóðinni. ísland tákn fyrir fegurð. íslendingur tákn fyrir það sem ógnar henni og skilur hana ekki. Lífsgæði okkar eru lýðræðinu að þakka. Lýðræðið skilar okkur 500 milljörðum í beinar tekjur á ári. Þetta má reikna út með samanburði við auðlindarík einræðisríki. Frelsi manna til að fá hugmyndir og hugsa nýja hluti er forsenda framfara og breytinga á öllum sviðum og þess vegna ríkir málfrelsi og skoðanafrelsi. Lífsgæði okkar stafa af því að þessi þjóð ákvað að bjarga sér sjálf. Lýðræði getur verið svifaseint en það hefur reynst betur en önnur kerfi.“ Andri Snær Magnason hefur með þessari bók lagt fram góðan skerf til að auðga og dýpka umræðu um stærsta mál samtímans. Vonandi verður hún mörgum eggjun til að hugleiða af fullri alvöru á hvaða leið við erum sem þjóð í þessu fagra landi áður en í óefni er komið. Gunnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.