Andvari - 01.01.2006, Page 13
INGVAR GÍSLASON
Eysteinn Jónsson
Þegar ég horfi um öxl eftir 72 ár minnist ég þess að þá heyrði ég nafn
Eysteins Jónssonar nefnt i fyrsta skipti, svo að það festist mér í minni.
Eg var þá átta ára sveinstauli og að sjálfsögðu alger óviti um stjórn-
mál og stjórnmálamenn nema það eitt að ég vissi að móðurfaðir minn,
Ingvar á Ekru, var alþingismaður, en gerði mér ekki skýra grein fyrir
hvers konar störf fylgdu því tignarheiti.
Einn lognkyrran sunnudag sumarið 1934, líklega í ágústlok, lall-
aði ég á stuttum fótum að heiman frá Bjargi inni undir fjarðarbotni á
Norðfirði þá drjúgu leið, sem lá með sjónum um Strönd og Vík út að
Ekru til að hitta frænda minn og nafna, Ingvar Ólafsson, sem var þá í
fóstri hjá afa sínum og ömmu. Hann var fullum þremur árum eldri en ég,
en afar eftirsóknarverður félagi, reyndur í hvers kyns leikjum, þrautum
og getgátum, margfróður um hvaðeina, sem máli skipti í reynsluheimi
hálfstálpaðra drengja í okkar þrönga firði með Hellisfjarðarmúla í for-
grunni og skörðótt og giljótt brattlendið milli Bagals og Nípu á bak-
sviði.
Eins og venjan var þegar við frændur hittumst, héldum við okkur
mest uppi á Júdasarbala, sem var að hluta töðuvöllur afa okkar, slétt og
fallegt tún og býsna víðsýnt þaðan, þótt annars væri fjörðurinn þröngur,
mældur á heimsmælikvarða víðsýnis. M.a. gægðist Skúmhöttur á
Gerpisfjöllum inn af Vöðlavík upp yfir eggjarnar á milli Sandvíkur og
útstrandar Viðfjarðar að sunnan. Viðfjarðarnesið blasti við og rönd af
Viðfjarðarmúla. Þarna var því meira víðsýni til allra átta en ég mátti
búa við heima á Bjargi. Og ekki skorti á að nafni minn, Ingvar Ólafsson,
kynni frá mörgu að segja sem ég kunni engin skil á. Og hann varð til
þess fyrstur allra manna (þá á 12. ári) að segja mér stjórnmálafréttir
og uppfræða mig um pólitík líðandi stundar. Stærsta fréttin var sú að
nýir menn (þrír talsins) hefðu verið valdir til þess að stjórna íslandi