Andvari - 01.01.2006, Side 14
12
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
# /
með Kristjáni konungi okkar tíunda. A þeirri tíð voru ungir drengir
yfirleitt konungssinnar og danahatur í lágmarki, þótt nú um stundir sé
öðru haldið fram! Þessir þrír meðstjórnendur konungs voru síst af öllu
gamlingjar, að sögn Ingvars, en einn þeirra allra yngstur, aðeins 27 ára
og hét sá Eysteinn Jónsson, bróðir sóknarprests okkar Norðfirðinga, sr.
Jakobs Jónssonar. Þá nefndi nafni minn það, sem færði Eystein nokkru
nær í tíma og rúmi, að hann væri vinur og samstarfsmaður Ingvars afa
og heimagangur á Ekru. Allt voru þetta góðar fréttir, en kennari minn í
stjórnmálasögu vildi ekki dylja mig þess að þessir nýju ráðherrar vektu
ekki hrifningu allra landsmanna. Sem dæmi um hin neikvæðu viðhorf
gagnvart ráðherrunum nefndi hann þá umsögn eins af meiri háttar
íhaldsmönnum á Norðfirði, að það væri ámælisvert að skipa ríkisstjórn
óreyndum mönnum og fullkomin óhæfa að gera reynslulausan ungling
að fjármálaráðherra á krepputímum. En dómharka þessa mæta manns
átti eftir að verða sér til minnkunar. Stjórnmálaferill Eysteins Jónssonar
varð hinn glæsilegasti. Hann átti eftir að sanna sig sem einn af farsæl-
ustu stjórnmálamönnum á 20. öld.
Eins og þessi bernskuminning mín rifjar upp, varð Eysteinn Jónsson
fjármálaráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks eftir
alþingiskosningar í júní 1934. Enn er í minnum haft að hann var þá
aðeins 27 ára og hafði setið eitt þing - og ekki meira - kjörinn alþing-
ismaður Sunn-Mýlinga í „stjórnarskrárkosningum“ 1933. Hvorki fyrr
né síðar hefur svo ungur maður orðið ráðherra hér á landi. Því þarf
engan að undra þótt ráðsettur íhaldsmaður léti sér blöskra þetta á þeirri
tíð eins og fyrr er vikið að. En Eysteinn Jónsson stóð fyrir sínu, jafnt
ungur sem aldraður. Meira en hálfa öldina sem leið brá hann svip á
íslensk þjóðmál og kom víða við.
Ætt og uppruni
Þegar horft er til ætternis Eysteins Jónssonar, kemur í ljós að hann
er ósvikinn Austfirðingur. Hann rekur ættir til austfirskra presta og
góðbænda og blandast auk þess aðvífandi útlendingum, sem settust að á
fjörðum eystra snemma á 19. öld, dönskum sæförum og kaupslögurum,
ef ekki enskum í þokkabót, því Eysteinn var af ættum Longs og Becks,
sem gæddu umhverfi sitt fyrir austan dug og framtakssemi, sem enn er
í minnum haft. Því nefni ég þetta í aldarminningu 20. aldar manns, að