Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 14

Andvari - 01.01.2006, Side 14
12 INGVAR GÍSLASON ANDVARI # / með Kristjáni konungi okkar tíunda. A þeirri tíð voru ungir drengir yfirleitt konungssinnar og danahatur í lágmarki, þótt nú um stundir sé öðru haldið fram! Þessir þrír meðstjórnendur konungs voru síst af öllu gamlingjar, að sögn Ingvars, en einn þeirra allra yngstur, aðeins 27 ára og hét sá Eysteinn Jónsson, bróðir sóknarprests okkar Norðfirðinga, sr. Jakobs Jónssonar. Þá nefndi nafni minn það, sem færði Eystein nokkru nær í tíma og rúmi, að hann væri vinur og samstarfsmaður Ingvars afa og heimagangur á Ekru. Allt voru þetta góðar fréttir, en kennari minn í stjórnmálasögu vildi ekki dylja mig þess að þessir nýju ráðherrar vektu ekki hrifningu allra landsmanna. Sem dæmi um hin neikvæðu viðhorf gagnvart ráðherrunum nefndi hann þá umsögn eins af meiri háttar íhaldsmönnum á Norðfirði, að það væri ámælisvert að skipa ríkisstjórn óreyndum mönnum og fullkomin óhæfa að gera reynslulausan ungling að fjármálaráðherra á krepputímum. En dómharka þessa mæta manns átti eftir að verða sér til minnkunar. Stjórnmálaferill Eysteins Jónssonar varð hinn glæsilegasti. Hann átti eftir að sanna sig sem einn af farsæl- ustu stjórnmálamönnum á 20. öld. Eins og þessi bernskuminning mín rifjar upp, varð Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks eftir alþingiskosningar í júní 1934. Enn er í minnum haft að hann var þá aðeins 27 ára og hafði setið eitt þing - og ekki meira - kjörinn alþing- ismaður Sunn-Mýlinga í „stjórnarskrárkosningum“ 1933. Hvorki fyrr né síðar hefur svo ungur maður orðið ráðherra hér á landi. Því þarf engan að undra þótt ráðsettur íhaldsmaður léti sér blöskra þetta á þeirri tíð eins og fyrr er vikið að. En Eysteinn Jónsson stóð fyrir sínu, jafnt ungur sem aldraður. Meira en hálfa öldina sem leið brá hann svip á íslensk þjóðmál og kom víða við. Ætt og uppruni Þegar horft er til ætternis Eysteins Jónssonar, kemur í ljós að hann er ósvikinn Austfirðingur. Hann rekur ættir til austfirskra presta og góðbænda og blandast auk þess aðvífandi útlendingum, sem settust að á fjörðum eystra snemma á 19. öld, dönskum sæförum og kaupslögurum, ef ekki enskum í þokkabót, því Eysteinn var af ættum Longs og Becks, sem gæddu umhverfi sitt fyrir austan dug og framtakssemi, sem enn er í minnum haft. Því nefni ég þetta í aldarminningu 20. aldar manns, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.