Andvari - 01.01.2006, Page 19
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
17
fer því að hann hafi stokkið alskapaður úr höfði skapara síns, sem
reyndar var ekki einn, því að þeir voru margir eins og augljóst má vera.
Framsóknarflokkurinn spratt upp úr umróti hinna síðustu tíma heima-
stjórnaráranna. Hann átti rætur í ýmsum framfarahreyfingum, sem þá
voru að eflast og létu til sín taka í þjóðfélaginu. Oftast nefna menn í
því sambandi ungmennafélögin, sem voru menningarfélög og störfuðu
í þjóðlegum anda sjálfstæðisbaráttunnar. Einnig samvinnuhreyfinguna,
sem komin var á fullt skrið sem félagsmálahreyfing og þátttakandi í
verslun, viðskiptum og atvinnurekstri, allt að erlendri fyrirmynd, eink-
um danskri og enskri. Sem þriðju stoð í tilurð Framsóknarflokksins og
þá raunhæfustu má segja verður að sjálfsögðu að nefna samtök alþing-
ismanna eftir kosningarnar 1916. Þeir bundu endahnútinn á stofnun
þingflokksins, gáfu honum nafn og sömdu hina fyrstu stefnuskrá, sem
er gagnmerk heimild um víðsýni þeirra í þjóðmálum.
Stefnuskrá 1916
Hvað sem rótum og lengri aðdraganda að stofnun Framsóknarflokksins
líður, er stofnsaga hans ljós. Ef stofnun flokksins er miðuð við 16. desem-
t>er 1916, er augljóst að flokkurinn verður til sem þingflokkur nokkurra
bænda og kennara, sem þá eiga sæti á Alþingi. Engin landssamtök
eru bakhjarl hans. Meginástæða þess að mótaður þingflokkur með
framsóknarnafni verður til á jólaföstu 1916 er sú, að ýmsir þingmenn
af Norðurlandi og Austurlandi hittust fyrr um haustið á Seyðisfirði,
þar sem þeir biðu skipsferðar á leið til Alþingis, sem þá var að koma
saman til þess að ræða stjórnarmyndun eftir nýafstaðnar kosningar,
fyrst svonefnt landkjör 5. ágúst, síðan kjördæmakosningar 21. október.
»Fimm þingmenn komu sér saman um að mynda nýjan þingflokk,“
segir Þorsteinn M. Jónsson, nýkjörinn þingmaður Norð-Mýlinga, þá
skólastjóri og kennari á Borgarfirði eystra, þekktur skólamaður síðar
a Akureyri. Þegar til Reykjavíkur kom fengu ofannefndir samherjar
Ura þingflokksstofnun þrjá til viðbótar að stofna með sér þingflokkinn.
Jörundur Brynjólfsson kennari, einn af þingmönnum Reykjavíkur og
kosinn sem Alþýðuflokksmaður var stuðningsmaður hans. Stofnendur
þessa þingflokks voru sumir grónir þingmenn og höfðu hallast að
hinum ýmsu flokkum, klíkum og innanþingssamtökum, sem oft
spruttu upp eins og góugróður og áttu stuttan líftíma og einkenndust