Andvari - 01.01.2006, Side 21
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
19
til stjórnmála, þótt ekki væri það alveg nýtt af nálinni. Flokkur með
þessu nafni starfaði stuttan tíma fyrr á öldinni.
1. gr. stefnuskrárinnar hljóðar svo: „Flokkurinn er stofnaður í byrjun
aukaþingsins 1916. Hann tekur sér nafnið Framsóknarflokkur og vill
með því tákna samhygð sína við stefnu yngri kynslóðarinnar og sjálf-
stæðishugsjónina.“ í 2. gr. stefnuskrár eru mörkuð helstu stefnumál
flokksins í liðum a.-k„ sem bera með sér að hér er kominn til sögu vísir
að breiðum stjórnmálaflokki með framtíðarsýn um framfarir, umbætur
9g nýsköpun á öllum sviðum þjóðlífsins. Flokkurinn hefur fullveldi
Islands efst á stefnuskrá sinni, vill umbætur í bankamálum, eflingu
samgangna á sjó og landi og vill stuðla að nýtingu ótaminna náttúruafla
landsins og leggst gegn sölu þeirra í hendur útlendingum.
Flokkurinn telur alþýðumenntun „hyrningarstein allra þjóðþrifa“ og
álítur að í því sambandi beri að efla kennaramenntun sérstaklega. I h-lið
stendur: „Hina æðri menntun vill flokkurinn láta til sín taka og halda
hinu vísindalega merki íslands hátt á loft í öllu, sem vér getum keppt
um við aðrar þjóðir. Sérstaklega vill hann styðja að því, að raunþægum
vísindagreinum verði aukið við háskólanám vort og kennsla tekin upp í
rafmagnsfræði og vélfræði.“
Um atvinnumál er málefnaskráin ekki langorð, hefur um þau færri
orð en menntunarmálin.
Um landbúnaðarmál er þessi stuttorða grein: „Flokkurinn vill leggja
sérstaka áherslu á ræktun landsins og bætt skilyrði fyrir býlafjölgun í
sveitum.“ Um sjávarútvegsmál segir: „[Flokkurinn] vill beita sér fyrir
umbótum á sjávarútveginum, svo sem með stuðningi til vitabygginga
og hafna, lánveitingum til útvegsauka o.s.frv.“ Þorsteinn M. Jónsson
greinir frá því í ritum sínum að þrír stofnenda hafi verið kosnir til þess
að semja texta stofnskrárinnar, hann sjálfur, Sveinn í Firði og Sigurður
í Ystafelli.
Nauðsyn stjórnmálaflokka
Ekki verður ráðið af þessari athyglisverðu stefnuskrá, að hér sé verið að
stofna „bændaflokk“, enda átti Jónas Jónsson eftir að kveða upp úr um
það, fljótlega eftir flokksstofnunina, þegar hann er kominn til forustu
svo um munar, að Framsóknarflokkurinn eigi ekki að vera „agrar“-
flokkur, síst af öllu stórbændaflokkur sem hallast til hægri. Sú skoðun