Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 23

Andvari - 01.01.2006, Side 23
andvari EYSTEINN JÓNSSON 21 Um það bil sem Eysteinn fer til náms í Reykjavík haustið 1925 er orðin nokkur vakning um félagsbundna starfsemi framsóknarmanna í bænum. Framsóknarfélag Reykjavíkur var stofnað 1924 sem var vís- bending um að framsóknarmenn þar voru farnir að hugsa til þess að sinna reykvískri pólitík sem virkir þátttakendur á flokkslegum grund- velli. I þessum hópi voru m.a. ýmsir menntamenn. Framsóknarflokk- urinn naut snemma mikils fylgis vaxandi kennarastéttar. Hallgrímur Hallgrímsson, sem var magister í sagnfræði frá Há- skólanum í Kaupmannahöfn, bókavörður við Landsbókasafn og kennari í Reykjavík, stóð fremstur í flokki þeirra sem efndu til félagsstofnunar og var formaður þess fyrstu árin. 1926 voru sveitarstjórnarkosningar í landinu og þá bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Framsóknarmenn réðust ekki í að bjóða fram lista í Reykjavík, en Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans og alþm., segir frá því í grein, sem lesa má í bók hans Svo varstu búinn til bardaga (1992), að Hallgrímur félagsformaður hafi kynnt framsóknarfélagið í ræðu á opinberum stjórnmálafundi til þess að láta Reykvíkinga vita að Framsóknarflokkurinn væri til í slaginn víðar en á landsbyggðinni. Ungir menn tóku að skipta sér af fullum krafti af flokksmálum í höfuðborginni. Eysteinn Jónsson gerðist þar skjótt drifkraftur og fyllti þann hóp, sem ofurstéttvísir bændur og hægri sinnar í flokknum nefndu „bæjarradikala“, og þeir töldu ógna þeirri stöðu, sem þeir ætluðu flokknum, að vera sem mest framboðssamtök stöndugra bænda, sem styddust við persónufylgi sitt og orðspor í héraði. Starfsemi framsókn- armanna tók að eflast verulega í Reykjavík næstu ár. 1930 bauð Fram- sóknarflokkurinn fram í bæjarstjórnarkosningum (í fyrsta sinni) undir forustu Hermanns Jónassonar og hlaut tvo menn kjörna, Hermann Jónasson og Pál Eggert Ólason sagnfræðing. Framboðið í Reykjavík var tímamótaviðburður í sögu Framsóknarflokksins. Kominn var skriður a það sjónarmið, sem Jónas Jónsson hafði bent á þegar við upphaf flokksins og stofnun Tímans 1916 og 1917, að sannað yrði í verki að flokkurinn ætlaði ekki að festa sig sem „agrar“-flokkur. Hann átti að yera „radikal“ í þágildandi danskri merkingu þess orðs, félagslega sinnaður miðflokkur, flokkur samvinnumanna, ekki stéttbundinn eftir hreinni línu. Framsóknarflokkurinn tók að sækja sig víða í þéttbýli, m.a. norðanlands og austan. Á Akureyri var öflugt félagslíf framsóknar- nianna. I Neskaupstað héldu þeir vel saman og áttu þar einn fulltrúa í bæjarstjórn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.