Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 26
24 INGVAR GÍSLASON ANDVARI Hitt veit ég að fleiri en talsmenn Framsóknarflokksins hafa talið þetta stjórnartímabil merkistíð í íslands sögu. Þó er ekki örgrannt um að enn loði við þessa stjórn sú þjóðlygi, sem talin er sönn, að Jónas hafi öllu ráðið, Tryggvi litlu og aðrir engu. Verkaskipting milli ráðherra var skýr. Þar réði hver á sínu sviði, eins og lög gera ráð fyrir. Ríkisstjórnin naut þess að viðskiptaárferði var gott framan af stjórn- artímabilinu. Hún þurfti því síður að standa fyrir aðgerðum gegn brýnum efnahagsvanda, þótt að slíku kæmi áður en lauk. Ríkisstjórnin notfærði sér þessi skilyrði til þess að snúa sér að aðkallandi verklegum framkvæmdum, umbótum í þágu atvinnulífs, samgangna og mennt- unarmála. Þar var horft til framtíðar á öllum sviðum þjóðfélagsgerð- arinnar og þarfa vaxandi fjölbreytni í atvinnulífi til lands og sjávar. Að fyrnst hafi yfir margt af verkum stjórnarinnar á hraðfleygum tímum síðustu áratuga þarf engan að undra, en þau skiptu miklu máli á sinni tíð, og enn sér þeirra stað án þess að djúpt sé grafið. Fyrr hefur verið á það minnst, að Eysteinn Jónsson lét mjög að sér kveða í embættis- og stjórnsýslustörfum í valdatíð ríkisstjórnar Tryggva Þórhallssonar. Einkum var hann kvaddur til ráðgjafar um umbætur á fjárreiðum ríkisstofnana, sem margir sáu að var mjög ábótavant. Einn þeirra ungu embættismanna sem þá voru komnir til starfa og greindu ýmsar veilur í stjórnsýslunni, að því er tók til faglegra vinnubragða, var Helgi Pálsson Briem hagfræðingur. Helgi var skipaður skattstjóri í Reykjavík 1. jan. 1929 og gegndi því starfi eitt ár áður en hann tók við sem einn þriggja bankastjóra nýstofnaðs Útvegsbanka íslands. Helgi var þá tæpra 28 ára. Með þeim Helga og Eysteini tókst góður kunnings- skapur og gagnkvæmt traust. Voru þeir m.a. samstarfsmenn um endur- bætur á rekstri sýslumannsembætta og skilvirkni í skattamálum. í þessum störfum reyndi á glöggskyggni og réttsýni Eysteins ekki síður en afköst og einbeitni að ljúka hverju verkefni með fullum skilum. Eysteini voru síðan falin stærri verkefni á sviði fjármálaskipulags rík- isins og beindust að því að endurskipuleggja ríkisbókhald, gerð rík- isreiknings og frágang fjárlaga. Þessi mál kynnti hann sér rækilega, m.a. með því að fylgjast með framkvæmd slíkra mála í danska fjár- málaráðuneytinu. Leiddi þetta til þess að hann varð ráðgjafi stjórn- skipaðrar nefndar um þessi efni og vann að breytingum á löggjöf er að þeim laut. Þegar horft er til starfsferils Eysteins á vegum stjórnarráðsins - þótt ekki væri hann langur - var það ekkert tiltökumál þegar hann var skip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.