Andvari - 01.01.2006, Page 29
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
27
leggja niður landkjör. Ekki var líklegt að Alþýðuflokkurinn sætti sig
við þessar hugmyndir einar og því hlaut að vera til umræðu að breyta
kjördæmaskipun og þingmannatölu, en það mátti gera með einfaldri
lagasetningu. Þegar til átti að taka var ekki grundvöllur til slíkrar við-
ræðu milli Framsóknarflokks og hinna flokkanna. Alþýðuflokkurinn
gerði það, sem við mátti búast, að hann tilkynnti með bréfi til
Framsóknarflokksins að hlutleysi hans gagnvart ríkisstjórninni væri
slitið, enda í samræmi við ályktun sambandsstjórnar flokksins eins og
fram hefur komið. Alþýðuflokkurinn var nú yfirlýstur stjórnarandstæð-
ingur og tók upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um þingmál, fyrst
og fremst kjördæmamálið og kosningafyrirkomulag sem hann gæti sætt
sig við. Ekki voru líkur á öðru en að samkomulag yrði um málið, þótt
Sjálfstæðisflokkurinn væri varla tilbúinn að verða við öllum kröfum
Alþýðuflokksins. Stjórnarandstöðunni var því í mun að þingið starfaði
áfram og fengi lokið umsömdum breytingum á stjórnarskrá og lögum
til þess að koma málum í höfn. Sjálfstæðismenn fluttu síðan tillögu um
vantraust á ríkisstjórnina, þó þannig að stjórnin sæti sem starfsstjórn til
kosninga sem áttu að fara fram um vorið.
En þá gerðist það, sem enginn virtist eiga von á. Forsætisráðherrann,
Tryggvi Þórhallsson, ákvað, án þess að fá formlegt samþykki þing-
flokks síns, að rjúfa þingið. Þetta var djarfleg ákvörðun og hefur lengi
verið í minnum höfð. Um þetta mál allt og eftirleikinn hefur mikið
verið rætt og ritað og verður ekki farið um það fleiri orðum í þessari
grein.
Kosningasigur og kreppuástand
Alþingiskosningar fóru fram 12. júní. Framsóknarflokkurinn jók
fylgi sitt svo um munaði, vann reyndar kosningasigur, enda var
kjördæmaskipunin honum í hag. Þingmannatala flokksins var 23,
kjördæmakosnir voru 21 og 2 landkjörnir. Heildartala þingmanna var
42. Flokkurinn hafði meirihluta í sameinuðu þingi og í neðri deild.
I efri deild var þingsætaskipan flokksins hins vegar óhagstæð. Þar
höfðu alþýðuflokksmenn og sjálfstæðismenn jafnmörg þingsæti. Sigur
Framsóknarflokksins var því ekki sigur til traustrar stjórnarforustu
eins og var á árunum 1927-1930. Grundvöllur meirihlutastjórnar var
ekki fyrir hendi. Raunsæisástæður réðu því að Sjálfstæðisflokkur og