Andvari - 01.01.2006, Side 31
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
29
11 þingsætum (uppbótasætum) til jöfnunar á misvægi milli flokka um
atkvæði á bak við hvern þingmann. Kjördæmaskipun var ekki breytt.
Kjördæmi voru 27, 20 einmenningskjördæmi, 6 tvímenningskjördæmi
og Reykjavík var 6 manna kjördæmi.
Eysteinn kosinn þingmaður Sunn-Mýlinga 1933
Eysteinn Jónsson mun fremur hafa verið áhorfandi en beinn þátttak-
andi í þessum stóratburðum í Framsóknarflokknum að svo komnu.
Innbyrðisdeilur og átök í flokknum áttu sér einkum stað í forustuliði,
fyrst og fremst í þingflokknum, en breiddust vitaskuld út meðal flokks-
manna um land allt eftir því sem á leið. Fyrir alþingiskosningar, sem
boðað var til 19. júlí 1933 til þess að staðfesta stjórnarskrárbreyting-
arnar, var kallað saman flokksþing Framsóknarflokksins, hið þriðja í
röðinni frá flokksstofnun. Þingið stóð nærri viku, haldið í Reykjavík í
apríl og var vel sótt. Undanfarin ár hafði verið unnið að stofnun flokks-
félaga og höfðu aðeins kjörnir fulltrúar þeirra kosningarétt á flokks-
þingi. Að þessu leyti hafði sótt í rétta átt um skipulagsmál flokksins og
var það mjög í anda Eysteins Jónssonar. Hins vegar bar flokksþingið
keim af þeim átökum og flokkadrætti sem áttu sér stað í forustuliði
flokksins. Jónas Jónsson hafði snúist gegn stjórnarforustu Asgeirs í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og lá ekki á andstöðu sinni sem mik-
ilvirkur greinahöfundur í Tímanum. Þó hafði hann nokkru áður talið
rétt að fela formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar.
Sú tillaga var fremur vísun til andstöðu hans við Asgeir en trausts til
Jóns Þorlákssonar. Tryggvi Þórhallsson var að sjálfsögðu stuðnings-
maður Asgeirs og ríkisstjórnar hans og hafði um sig öflugt lið, en þó
minna en Jónas. Flokksþingið var augljós vísbending þess að sá brestur,
sem kominn var í samheldni helstu forustumanna, hafði breiðst út til
hinna almennu flokksmanna. Framsóknarflokkurinn gekk því ekki
einhuga til alþingiskosninganna um sumarið og varð fyrir miklu heild-
arfylgistapi miðað við úrslitin 1931. Eigi að síður naut flokkurinn kjör-
dæmaskipunarinnar og hlaut 17 þingmenn kjörna með 24% kjörfylgis á
bak við sig. Eysteinn Jónsson var í framboði í Suður-Múlasýslu og hlaut
glæsilega kosningu.
Sveinn Ólafsson, bóndi í Firði í Mjóafirði, hafði setið á þingi síðan
1916 og var einn af stofnendum Framsóknarflokksins eins og fyrr er