Andvari - 01.01.2006, Side 34
32
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
Framsóknarflokksins var í raun varanlega klofinn í tvær meginfylk-
ingar. Hitt var líka jafnvíst, að innan beggja þessara fylkinga voru menn
sem hörmuðu ósamkomulagið, voru tvístígandi og jafnvel óviðbúnir að
taka afstöðu í atkvæðagreiðslu eins og kemur fram í því hve margir
sitja hjá í atkvæðagreiðslunni um tillögu Tryggva Þórhallssonar. En
atkvæðagreiðslan bendir líka til þess að Tryggvi hafi ekki gert sér næga
grein fyrir hversu komið var styrkleikahlutföllum milli meginfylkinga,
þ.e. að sá hópur þingmanna, sem hann fór fyrir, var í minnihluta og
hann gat ekki vænst þess að tillaga, sem bar öll einkenni minnihlutans,
næði fram að ganga.
Hvað olli klofningi Framsóknar 1933?
Við, sem lengi höfum starfað í Framsóknarflokknum og reynt að kynna
okkur sem ítarlegast þróun hans og sögu, höfum að sjálfsögðu staldrað
hvað lengst við klofning flokksins 1933 og reynt að átta okkur á hvað
olli þeim átökum sem til hans leiddu. Ekki eru allir á eitt sáttir um
skýringar. Ýmist hafa menn hallast að því að persónulegar ástæður
hafi ráðið fremur en málefnalegar. Sumir segja að ástæðan hafi verið
blanda af þessu tvennu. Því er ekki að neita að skýringin um hinar „per-
sónulegu ástæður“ hefur átt mikinn hljómgrunn, hún fellur vel að þörf
manna að upplifa spennu í frásögnum af valdamönnum og togstreitu
þeirra milli, að sjá pólitíkusa í nútímanum eins og hetjur riddarasagna
eða einvígiskappa með korða eða skammbyssu í hönd.
Um þetta efni er viðeigandi í aldarminningu um Eystein Jónsson að
greina frá skýringum hans og skilningi hvað þetta varðar. í Ævisögu
Eysteins eftir Vilhjálm Hjálmarsson (I, 97) er vísað til orða sem hann
viðhafði í viðtali við útvarpsmann árið 1981. Þar segir: „Sá ágreiningur
sem klauf Framsóknarflokkinn var um innsta eðli flokksins. Hann
var í raun og veru um það hvort flokkurinn skyldi vera atvinnurek-
endaflokkur, og þá fyrst og fremst stéttarflokkur bænda eða hvort hann
skyldi vera alhliða umbótaflokkur. Þeir sem sýndu mestan áhuga við
stofnun Bændaflokksins vildu að Framsóknarflokkurinn skipaði sér
atvinnurekenda megin í þjóðfélaginu og tæki upp samstarf við þá, sem
þeim megin héldu sig, það er að segja við Sjálfstæðisflokkinn. En við
hinir töldum að Framsóknarflokkurinn ætti að vera umbótaflokkur og
ætti því að eiga meiri samleið með flokkum til vinstri. - Það var þetta