Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 35
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
33
Skipulagsnefndatvinnumála, „Rauðka“, starfsmenn hennar ogfleiri. Fremri röðfrá
Vlnstri: Haraldur Guðmundsson ráðherra, Janson, sœnskur konsúll, Emil Jónsson,
kundherg hagfrœðingur, vann fyrir nefndina, Eysteinn Jónsson ráðherra. Aftari röð
frá vinstri: Steingrímur Steinþórsson, Arnór Sigurjónsson, starfsmaður nefndar-
mnar, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Ásgeir Stefánsson, Héðinn Valdimarsson,
Ragnar E. Kvaran, ritari nefndarinnar, Jónas Jónsson frá Hriflu, Stefán Jóhann
Stefánsson, Jón Baldvinsson.
sem raunverulega orsakaði klofninginn. Ýmis persónuleg sjónarmið
komu til greina eins og gengur, sum leifar af kiördæmaslagnum. En
kjarninn var þessi.“
Eins og fram er komið varð niðurstaða meiri hluta þingflokksins
SU’ þegar greidd voru atkvæði um hvort vinna skyldi með Alþýðu-
flokknum, að mynda skyldi samstjórn flokkanna til bráðabirgða.
Alþýðuflokkurinn var fús til samstarfsins. Formlegar hindranir voru
þvi ekki á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þingflokkur framsóknarmanna
kaus þrjá menn til að velja ráðherraefni. Eysteinn var í nefndinni ásamt
Einari á Eyrarlandi og Bjarna Ásgeirssyni. Nefndin fór þess á leit við
Asgeir Ásgeirsson (sem enn var forsætisráðherra) að hann tæki að sér
að mynda nýja stjórn. Ásgeir vék sér undan því „eftir að hafa kynnt sér
viðhorfið innan flokksins.“ Hann lagði þá til að Sigurður Kristinsson,
orstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga (utanþingsmaður), tæki að sér
sþórnarmyndun. Yfirgnæfandi meiri hluti þingflokksins greiddi þeirri