Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 36
34
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
tillögu atkvæði. Hannes Jónsson, þingmaður Vestur-Húnavatnssýslu, og
Jón í Stóradal, landskjörinn þingmaður, einnig Húnvetningur, greiddu
atkvæði gegn tillögunni. Tryggvi Þórhallsson sat hjá.
Hér hafði dregið til stórtíðinda. Hvað fólst í mótatkvæðum Hannesar
og Jóns? Hvers vegna sat Tryggvi hjá? Sigurður tók að sér að mynda
stjórn með Alþýðuflokknum og leitaði stuðnings þingflokksins, sem
falið hafði honum verkið. Honum var nauðsyn að fá stuðning allra
þingmanna Framsóknarflokksins. En tveir þingmenn, Hannes og
Jón í Stóradal, neituðu staðfastlega að styðja stjórnarsamstarf með
Alþýðuflokknum. Stjórnarmyndunartilraun Sigurðar Kristinssonar fór
út um þúfur.
Afdrifaríkur eftirleikur
Eftirleikurinn var sá, sem flestum er kunnugt, að Hannesi á Hvamms-
tanga og Jóni í Stóradal var vikið úr Framsóknarflokknum á grundvelli
nýsettrar greinar í flokkslögum, sem „heimilaði miðstjórn að vísa
manni úr flokknum, enda komi samþykki meirihluta þingflokks til,
en rétt á hann til að skjóta máli sínu undir úrskurð næsta flokksþings
og verja það þar.“ Um þetta efni mátti einnig vísa til ákvæðis sem svo
hljóðaði: „Ef meiri hluti miðstjórnar og meiri hluti þingmanna flokks-
ins gerir þá samþykkt um afgreiðslu máls á Alþingi að það skuli vera
flokksmál, er sú samþykkt bindandi fyrir alla þingmenn flokksins í því
máli.“
Miðstjórn samþykkti brottvikningu tvímenninganna á fundi 9. des.
1933. Þrír þingmenn, Ásgeir Ásgeirsson, Halldór Stefánsson og Tryggvi
Þórhallsson sögðu sig þá úr flokknum. Tæpri viku síðar gengust fjórir
þessara fyrrverandi þingmanna Framsóknarflokksins fyrir stofnun
Bændaflokks, þ.e. Tryggvi, Jón, Hannes og Halldór Stefánsson. Ásgeir
Ásgeirsson lýsti sig utan flokka.
Að sjálfsögðu snerti þessi klofningur kviku Framsóknarflokksins í
bili. Öllum var eftirsjá að Tryggva Þórhallssyni sem verið hafði einn
af forustumönnum flokksins frá upphafi og forsætisráðherra umbóta-
stjórnar Framsóknarflokksins 1927—31 og enn í forsæti ríkisstjórnar í
upphafi kreppuáranna, ótrauður foringi sem raunar lagði heilsu sína að
veði í harðvítugri stjórnmálabaráttu þessara ára. Það máttu teljast und-
arleg örlög hófsemdarmanns að láta sem hann ætti eitthvað undir póli-