Andvari - 01.01.2006, Page 37
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
35
tískum þvergirðingum. Framsóknarflokkurinn hafði heldur ekki hag
af því að missa Ásgeir Ásgeirsson úr sínum röðum. Þegar til lengdar
lét skaðaði Bændaflokkurinn Framsóknarflokkinn ekkert. Hann bar
1 sér flest þau einkenni sem Framsóknarflokkurinn vildi forðast, að
vera einber stéttarflokkur og „agrar“-flokkur. Sú skilgreining gat hæft
Baendaflokknum, en ekki Framsóknarflokknum. Fáir skildu betur
þennan mun en Eysteinn Jónsson. Hann lagði ætíð höfuðáherslu á að
flokkurinn væri félagshyggju- og umbótaflokkur, sem ætti erindi við
sinnugt fólk í öllum starfsstéttum hvar sem það byggi á landinu.
Hér að framan hefur verið leitast við að rekja nokkuð stofnsögu
rramsóknarflokksins, grundvallarstefnu hans og skipulagsþróun frá
stofndegi til ársins 1934. Þá blasir það við að hann er ekki fullmót-
aður stjórnmálaflokkur fyrr en eftir uppgjörið við „bændaflokksmenn-
'na“. Það hefur líka sýnt sig að Eysteinn Jónsson á ómældan þátt í
því uppgjöri ásamt því að tryggja flokknum lýðræðislegt skipulag og
gera mönnum skiljanlegt að Framsóknarflokkurinn er alhliða umbóta-
flokkur, félagshyggjuflokkur á miðju stjórnmálanna, en ekki einhliða
bændaflokkur.
Þá verða einnig þau skil á starfsævi Eysteins, svo að ekki er um að
ýdlast, að hann hefur skipast á bekk í fremstu röð forustumanna flokks-
lns- Hann á framundan 40 ára forustumannsferil þar og samtals nærri
20 ára setu á ráðherrastóli með þeim hléum sem stjórnmálaaðstæður
réðu.
Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1934
Kosningar til alþingis fóru fram 24. júní 1934. Nú var kosið um 49
þingmenn, sjö fleiri en verið hafði um áratuga skeið. Ekki voru líkur
a að Framsóknarflokkurinn hlyti neitt af viðbótarsætunum, fylgi
hans í Reykjavík og kaupstaðarkjördæmum dugði enn ekki til þess.
Alþýðuflokkurinn hafði þar aftur á móti góða möguleika. Ekki var farið
dult með það í kosningunum að þessir flokkar stefndu að stjórnarsam-
Vlrinu eftir kosningar. Þó var það engan veginn víst að kosningaúrslitin
yrðu þeim í hag. Sjálfstæðisflokkurinn var sigurreifur og ekki virtist
annað en hinn nýstofnaði Bændaflokkur hallaðist allur á hægri hlið-
Illa- Urslitin urðu þau að Framsóknarflokkurinn hlaut 15 þingsæti og
Alþýðuflokkurinn 10, samtals 25 sæti. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 20