Andvari - 01.01.2006, Page 41
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
39
þingsætum, hafði nú 8 þingmenn. Stjórnarflokkarnir héldu því meiri-
hlutanum, en tregða var hjá Alþýðuflokknum að endurnýja mál-
efnasamning til langs tíma. Einungis náðist samkomulag um framgang
tdtekinna þingmála. Loks slitnaði formlega og endanlega upp úr sam-
starfi flokkanna í mars 1938 vegna ágreinings um lausn langvinnrar
togaradeilu. Að vísu komu upp hugmyndir um að gera tilraun til end-
urnýjunar á virku stjórnarsamstarfi flokkanna. Ekkert varð úr því.
Upp úr stjórnarslitunum myndaði Hermann nýtt ráðuneyti, minni-
hlutastjórn Framsóknarflokksins. Nýr ráðherra varð Skúli Guðmunds-
SOn, nýkjörinn alþingismaður Vestur-Húnvetninga.
Þótt minnihlutastjórn Framsóknarflokksins sæti aðeins eitt ár hafði
hun eigi að síður mörgum vandasömum verkefnum að sinna. Enn
•'ikti kreppuástand í landinu, þótt mjög hefði breyst til batnaðar á und-
anförnum árum. Ríkisstjórnin gekk m.a. í það, sem lengi hafði verið til
umræðu, en ekki komist í framkvæmd, að setja nútímalega löggjöf um
stettarfélög og vinnudeilur, þar sem réttindi stéttarfélaga eru tryggð í
fyrsta sinni með lögum. Þessi lög áttu eftir að standa að stofni til ára-
tugum saman. Lagður var grunnur að skipulagi hagnýtra náttúrurann-
sokna með skipun nefndar sem undirbyggi framtíðarskipulag þeirra.
Sett voru síðar (1941) lög um rannsóknarráð ríkisins, reist á tillögum
nefndarinnar.
Efnahagsástandið kallaði á úrlausn margs konar vanda. Rekstrar-
afkorna sjávarútvegsins hafði farið versnandi að undanförnu. Öllum var
Ijóst að grípa yrði til opinberra ráðstafana í því sambandi. Þá bar einnig
að þá brýnu nauðsyn að gera ýmsar ráðstafanir vegna hættu á styrjöld
milli Evrópuríkja. í þeim efnum dró sífellt dekkri blikur á loft. Hvað
vanda sjávarútvegsins snerti mæltu ráðherrar Framsóknarflokksins
l^eð því að gengi krónunnar yrði lækkað. Sú tillaga átti stuðning í
öllum þingflokkum nema í nýstofnuðum Sameiningarflokki alþýðu
7 Sósíalistaflokknum. Sjálfstæðismenn deildu innbyrðis um geng-
^sfellingarleiðina, en meirihluti þingmanna hans studdi hana, svo og
Alþýðuflokkurinn.
Stríðsótti hvatning samstöðu
Efnahagsástandið og styrjaldarhættan juku skilning flestra forustu-
nianna í stjórnmálum á nauðsyn þess að stjórnmálaflokkarnir jöfn-