Andvari - 01.01.2006, Qupperneq 42
40
INGVAR GfSLASON
ANDVARI
uðu harðvítugar deilur, en fyndu ráð til að vinna sameiginlega að
úrlausn aðsteðjandi vanda. Rætt var um myndun þriggja flokka
stjórnar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Eftir
langt umræðu- og samningaþóf var slík stjórn mynduð undir forsæti
Hermanns Jónassonar. Tók hún til starfa 17. apríl 1939. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins voru tveir, Olafur Thors atvinnumálaráðherra og
Jakob Möller fjármálaráðherra. Alþýðuflokkurinn átti einn ráðherra,
Stefán Jóhann Stefánsson félagsmálaráðherra, sem einnig fór með utan-
ríkismál. Eysteinn Jónsson var viðskiptaráðherra.
Tæpum mánuði áður en „þjóðstjórnin“ tók til starfa gerðist sá at-
burður, sem að ýmsu leyti hefur reynst minnisstæðastur frá tíma minni-
hlutastjórnar Framsóknarflokksins. Til landsins kom sendinefnd frá
þýska flugfélaginu Luft-Hansa og átti ærið erindi við ríkisstjórnina, þ.e.
forsætisráðherra, Hermann Jónasson, sem nefndin beindi máli sínu til.
Luft-Hansa hafði haft nokkur afskipti af starfsemi Flugfélags íslands,
hins fyrsta með því nafni, stofnað 1928. Þetta samband Luft-Hansa
og Flugfélags Islands stóð u.þ.b. þrjú ár, en þá lauk starfsemi félags-
ins af fjárhagsástæðum. Luft-Hansa hafði haft þá fyrirhyggju að afla
sér svonefndra „bestu-kjara-réttinda“ um aðstöðu til flugs á íslandi og
lendingar flugvéla á leið til Ameríku. Nú voru þeir komnir til íslands,
fulltrúar Luft-Hansa, til þess að krefjast fullnustu þessa réttar síns, sem
þeir töldu í gildi. Við athugun kom í ljós að þessi réttur var niður fallinn.
Gerði forsætisráðherra sendinefndinni grein fyrir því og ekki kæmi til
greina að ríkisstjórnin veitti neinu erlendu flugfélagi leyfi til flugrekstrar
í landinu. Nefndin hafði í hótunum við Hermann. Til þess gæti komið að
Þjóðverjar beittu Islendinga viðskiptaþvingunum vegna neitunarinnar.
Þessi höfnun á beiðni Þjóðverja vakti mikla athygli í nágranna-
löndum, Norðurlöndum og Bretlandi og ekki síður í Bandaríkjunum.
Vildi reyndar svo til að Þjóðverjar voru um þessar mundir að festa
í sessi hernaðaryfirráð sín í Tékkóslóvakíu með fáheyrðu ofbeldi.
Islendingum mátti vera ljóst, að ófriðarblikan, sem færðist yfir Evrópu,
náði til Islands.
Þjóðstjórn í verki
Þórarinn Þórarinsson ritar í Sókn og sigrum, sögu Framsóknarflokksins
(II bls. 57): „Segja má að samvinna þjóðstjórnarflokkanna hafi tekist