Andvari - 01.01.2006, Page 43
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
41
mJög sæmilega 1939 og 1940. Eitt helsta deiluefni flokkanna á þeim
tima voru viðskiptamálin, en sú deila leystist af sjálfu sér, þegar leið á
arið 1940, sökum batnandi gjaldeyrisástands. Deila þessi stóð einkum
milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og snerist mest um fram-
kvæmd innflutningshaftanna. Báðir voru flokkarnir sammála um, að
^kki ætti að beita innflutningshöftum, nema þegar erfiðar gjaldeyris-
ástæður gerðu það óhjákvæmilegt.“
Hér víkur Þórarinn að málefni sem vert er að gefa nokkurn gaum,
þegar rætt er um efnahagsmál og viðskiptaumhverfi kreppuáranna allt
fiam að stríðsbyrjun haustið 1939. Enginn einn maður hafði jafnlengi
a sinni ábyrgð framkvæmd ráðstafana í gjaldeyris- og viðskiptamálum
sem Eysteinn Jónsson. Það kom í hans hlut beinlínis sem ráðherra fjár-
mála og viðskipta að fylgja eftir þeirri mótuðu stefnu allra ríkisstjórna
a kreppuárunum að innflutningstakmarkanir og gjaldeyrisskömmtun
yæri óhjákvæmilegt stjórntæki á sviði efnahagsmála.
Innflutningshöft voru ekki „uppfinning“ Eysteins Jónssonar eða sér-
stakt keppikefli Framsóknarflokksins. Þau voru neyðarúrræði þegar
peningaviðskipti landa milli voru í fjötrum heimskreppunnar. Við-
skiptahöft af einu eða öðru tagi voru fylgifiskur kreppunnar í öllum
þeim löndum sem íslendingar versluðu við. Það kom vissulega í ljós,
að framsóknarmenn voru ekki tilbúnir að slaka stórlega á innflutnings-
höftum á útmánuðum 1939, þegar þjóðstjórnin var að fæðast.
Sú krafa hafði komið fram í viðræðum milli þríflokkanna af hálfu
sjalfstæðismanna, að þeir fengju viðskiptamálin í sinn hlut, enda yrði
^frjáls verslun“ gerð að stefnuskráratriði þjóðstjórnarinnar. Þessa
kiöfu setti Sjálfstæðisflokkurinn fram bréflega. Kröfunni svaraði
Framsóknarflokkurinn skýrt og skorinort að flokkurinn áliti innflutn-
lngshömlur óhjákvæmilegar eins og ástatt væri (15. mars 1939), en
tekur fram að flokkurinn telji rétt að hömlum sé aflétt jafnóðum og
‘jarhagur þjóðarinnar og viðskiptaástandið leyfir. Síðan er bent á að all-
margar vörur megi gefa frjálsar „eftir því sem viðskiptasamningar við
°nnur lönd leyfi.“ Athyglisvert er að í þessari síðustu setningu tilvitn-
aðra orða er fyrirvari um að viðskiptasamningar við önnur lönd (vöru-
skiptasamningar) geti verið hemill þess að taka upp „frjálsa verslun“,
sem kaupmannastétt sjálfstæðismanna lét sér annt um, en ýmsir aðrir í
‘lokknum gerðu minna með.
Eysteinn Jónsson hlaut embætti viðskiptaráðherra í þjóðstjórninni.
Eaupmannastéttin varð að láta sér það lynda. Hitt er annað mál, að