Andvari - 01.01.2006, Page 44
42
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
eftir komu hers til landsins og alla þá peningaveltu sem umsvif hans
leyfðu, sköpuðust skilyrði til afnáms ströngustu viðskiptatakmark-
ana. Má segja að litlar sem engar hömlur hafi verið á vöruinnflutningi
um fimm ára skeið, ungann úr stríðsárunum. Þá voru veltiár á Islandi
svipað og í Bandaríkjunum, en ólíkt því sem var í hernumdum löndum
Norðurlanda.
Þjóðstjórnin sat að völdum þrjú ár, en þá ollu samverkandi atburðir
stjórnarslitum. A þjóðstjórnartímanum var vissulega þörf margs konar
opinberra inngripa og afskiptasemi stjórnvalda, því að efnahagslífið
gekk ekki eins og smurð vél á veltiárunum, sem skyndilega hafði borið
að eftir margra ára efnahags- og viðskiptakreppu, atvinnuleysi, fátækt
og fábreytni í lifnaðarháttum.
En margt fór stjórninni vel úr hendi. Samstaða var um að eiga áreitn-
islaus samskipti við hernámslið Breta, sem gekk á land 10. maí 1940.
Viðbrögð við afleiðingum af hernámi Danmerkur voru skynsamleg og
án alls flausturs. Það átti við um ráðstafanir, sem snertu stjórnskipun
og stjórnarfar. Sambandið við konung hafði rofnað. Hann hafði ekki
möguleika á að rækja skyldur sínar að stjórnlögum og allt ófyrirséð um
hvenær úr rættist um það. Alþingi ákvað þá að fela ríkisstjórninni að
fara með vald konungs að svo stöddu. Ari síðar var ákveðið að kjósa
ríkisstjóra til þess að fara með vald konungs.
Samkvæmt sambandssáttmála við Dani hafði svo ráðist að Danir önn-
uðust utanríkismál með sérstöku umboði fyrir hönd íslensku ríkisstjórn-
arinnar. Slík umboðsmennska Dana hlaut að falla niður við hernám Þjóð-
verja. íslendingar tóku utanríkismál með öllu í sínar hendur þegar svo
var komið. Hin umsvifamikla íslenska utanríkisþjónusta sem nú starfar
á vegum utanríkisráðuneytisins verður til að stofni sumarið 1940.
Endalok þjóðstjórnar
En eins og alltaf er, voru efnahagsmál og þróun þeirra aðalverkefni
„þjóðstjórnar“. Hvað það varðar hafði hún ekki allt í hendi sér. Sam-
staða innan ríkisstjórnarinnar um þau mál var auk þess ekki fyrir
hendi. Strax í upphafi styrjaldar að kalla fór verðbólguskriða af stað og
magnaðist með hverjum mánuði eftir að hernámið skall á og eftirspurn
eftir vinnuafli jókst meira en dæmi eru til fram að því. Aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar gegn verðbólgunni voru í fyrstu fremur hógværar tilraunir