Andvari - 01.01.2006, Page 45
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
43
til að halda verðlagi og kaupgjaldi innan viðráðanlegra marka. Slíkum
ríkisafskiptum var illa tekið af hálfu launþega og einnig af kaup-
mannastéttinni.
Þegar komið var fram á árið 1941 var dýrtíðin (verðbólguþróunin) að
komast á óviðráðanlegt stig. Ráðherrar Framsóknarflokksins, Hermann
forsætisráðherra og Eysteinn viðskiptaráðherra, voru talsmenn harðra
nkisafskipta af þróuninni og höfðu flokk sinn með sér. Verðlags- og
kaupgjaldsmálin snertu mjög verksvið viðskiptaráðherra. Eysteinn tal-
aði fyrir þvf af sannfæringu og beitti sér fyrir því af fullum þunga að
sett yrðu lög sem heimiluðu stjórnvaldsaðgerðir gegn því sem hann
ottaðist, að stríðsgróðinn eyddist í skammtímasóun, að þjóðin stæði
þess óviðbúin að mæta samdrætti sem sjá mætti fyrir þegar veltiárum
stríðstímans lyki. Dýrtíðarlögin svonefndu gengu í þá átt að verjast eftir-
stríðskreppu með því að safna í sjóði til verri áranna. Gerðardómslögin
(bráðabirgðalög, sett 8. janúar 1942) fólu í sér bann við verkföllum.
Alþýðuflokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu vegna gerðardómslaganna.
Verkalýðshreyfingin hafði þessi lög að engu, má segja, virti ekki verk-
fallsbannið og greip til „skæruhernaðar“ sem kallað var.
Þá kom þag einnig til, sem kom Framsóknarflokknum á óvart, að
Sjálfstæðisflokkurinn studdi tillögur Alþýðuflokksins um kjördæma-
breytingu og kosningafyrirkomulag sem hlutu að hafa í för með sér
tvennar alþingiskosningar á árinu. Þegar svo var komið málum átti
Framsóknarflokkurinn ekki annars úrkosti en slíta stjórnarsamstarfinu
við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherrar Framsóknarflokksins töldu sig hafa
loforð ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að ekki yrði ráðist í kjördæma-
breytingu meðan stjórnarsamstarfið stæði. Varð af því mikið pólitískt
°g persónulegt hitamál, sem Hermann og Eysteinn tóku mjög alvarlega
°g jafnaðist sá ágreiningur seint, ekki síst hvað Hermann snerti. Hann
baðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina í heild. Þjóðstjórnarsamstarfinu
íauk 16. maí 1942.
Tímamót
Þetta voru tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Ekki var það einasta að
Hermann og Eysteinn luku þann dag samfelldri setu í ríkisstjórn síðan
sumarið 1934. Þess er líka að minnast, að þá lauk 15 ára stjórnarforustu
framsóknarmanna í ríkisstjórnum, sem setið höfðu síðan 1927.