Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 46

Andvari - 01.01.2006, Page 46
44 INGVAR GÍSLASON ANDVARI Næstu fimm ár er Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu. Eftir fall þjóðstjórnar stýrði Ólafur Thors minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks- ins í u.þ.b. 7 mánuði. Eftir langt þóf um stjórnarmyndun greip rík- isstjóri til þess ráðs að skipa utanþingsstjórn sem sat frá því í desember 1942 til hausts 1944, þegar svonefnd „nýsköpunarstjórn“ var mynduð undir forsæti Ólafs Thors. Sat hún til 4. febrúar 1947 og var skipuð ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Sósíalistaflokknum. Framsóknarflokkurinn var þá í stjórnarandstöðu, gagnrýninn á margt af gerðum „nýsköpunarstjórnarinnar“, enda vændur um afturhaldssemi og galt þess eitthvað um sinn. Eysteinn sat á Alþingi öll þessi ár og gegndi sem fyrr mikilvægu forustuhlutverki í Framsóknarflokknum ásamt Hermanni Jónassyni. Eftir að hann hætti sem ráðherra 1942 tók hann við starfi framkvæmda- stjóra Prentsmiðjunnar Eddu og gegndi því til ársins 1947, er hann varð menntamálaráðherra í ríkisstjórn undir forsæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar, þegar „nýsköpunarstjórnin“ var öll. Sem ritari Framsóknarflokksins hafði Eysteinn miklum skyldum að gegna í flokksstarfi og félagslífi og lét mjög að sér kveða. Hann naut mikilla vinsælda og trausts meðal flokksmanna, hann var með sanni óumdeildur forustumaður á sínu sviði svo að hver maður vildi hlíta hans ráðum. Var hann þó afskiptasamur og sagður ráðríkur en vann það allt upp með réttsýni og dómgreind sem allir virtu. Sviptingar voru í innanflokksmálum um skeið vegna ágreinings Jónasar Jónssonar við Hermann og Eystein. Aðdragandi þessa ágreinings átti rætur langt aftur í tímann og verður ekki rakinn hér að öðru leyti en því að Jónas var felldur í formannskjöri í miðstjórn 18. apríl 1944. Hermann Jónasson var kosinn formaður með miklum atkvæðamun. Þetta var mörgum sársaukafullur viðskilnaður við Jónas, en niðurstaðan talar sínu máli. Stofnun lýðveldis. Eysteinn formaður stjórnarskrárnefndar Fimmti áratugur 20. aldar er minnisstæður fyrir margra hluta sakir, ekki síst hernám Breta, varnarsamning við Bandaríkin, nálægð Islands við hernaðaraðgerðir á Norður-Atlantshafi, mannfórnir af stríðsvöldum og „stríðsgróðann“, sem þjóðin naut eftir kreppuárin milli 1930 og 1940. Alls þessa verður vafalaust lengi minnst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.