Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 48

Andvari - 01.01.2006, Side 48
46 INGVAR GÍSLASON ANDVARI bandslaganna, enda mæltu ákvæði laganna svo fyrir að þeirra dómi. Þingmál í anda þríflokkanna voru lögð fyrir Alþingi 10. janúar 1944 um niðurfellingu sambandslaga og stofnun lýðveldis 17. júní það ár. Forsætisráðherra utanþingsstjórnar, Björn Þórðarson, flutti málið í neðri deild. Eysteinn Jónsson hafði verið kjörinn formaður stjórnar- skrárnefndar neðri deildar, sem málinu var, að lokinni 1. umræðu, vísað til. I efri deild starfaði einnig stjórnarskrárnefnd. Gengu nefndir beggja deilda saman í eina nefnd og var Eysteinn formaður sameinuðu nefndarinnar. Ekki skal úr því dregið að flestir, sem börðust fyrir því að lýðveldi yrði stofnað 17. júní 1944, óskuðu þess að allir þingflokkar stæðu saman um þá ákvörðun. Enginn mun þó hafa lagt sig meira fram en Eysteinn Jónsson að vinna Alþýðuflokkinn til fylgis við þá stefnu og láta af frestunarhugmyndum sínum, enda víst að Alþýðuflokkurinn var ekki andvígur lýðveldisstofnun. Eysteinn var ekki aðeins kjör- inn formaður stjórnarskrárnefndar, hann var einnig framsögumaður nefndarinnar í umræðum um málið og sótti það af kappi og sannfær- ingarkrafti. Lyktir málsins urðu þær að allir viðstaddir þingmenn sam- þykktu lýðveldisstofnunina í báðum þingdeildum, alþýðuflokksmenn sem aðrir. Framganga Eysteins á lokaspretti „skilnaðarmálsins“ sýndi hversu öflugur stjórnmálamaður hann var, stefnufastur en laginn og sannfærandi samningamaður. Nýsköpunarstjórnin og stjórnarandstaða Framsóknar Rétt þykir, þegar rætt er um viðburði fimmta áratugarins, að víkja nokkrum orðum að nýsköpunarstjórninni, sem Olafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði með Sósíalistaflokki og Alþýðuflokki haustið 1944. Ýmsir urðu til þess að hrífast af þeirri dirfsku Ólafs að styðjast við „kommúnista“ sem sína nánustu samstarfsmenn í rík- isstjórn og fá Alþýðuflokkinn til þess að leggja stjórnarsamstarfinu lið með fullum stuðningi að séð varð. Þess voru sýnileg merki að ríkisstjórnin átti vinsældum að fagna. Stjórnarsáttmáli þríflokkanna lýsti stórhug að því er varðar verklegar framkvæmdir og uppbyggingu atvinnulífsins, ekki síst á sviði sjávarút- vegs. Bjartsýni ríkti meðal landsmanna vegna góðrar fjárhagsafkomu almennings undanfarin ár og ánægju með stofnun lýðveldis. Framsóknarflokknum var vitaskuld ekki boðið til þessa samstarfs,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.