Andvari - 01.01.2006, Side 51
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
49
Skerjafirði. Beiðni þessa kynnti ríkisstjórnin á lokuðum fundi Alþingis,
komið var upp nefnd allra þingflokka til þess að fjalla um málið
leynilega og blöðin beðin að segja ekki frá málum. Þessi beiðni var
Olafi Thors viðkvæmnismál, því þá stóð sem hæst stjórnarsamstarf við
sósíalista og fullvíst að þeir samþykktu ekki neins konar framlengingu
a dvöl bandarísks herliðs. Málið var því að þæfast næstu misserin, enda
i vændum sveitarstjórnarkosningar í janúar 1946 og alþingiskosningar
1 júní sama ár. Lyktir urðu þær að Bandaríkjamenn drógu til baka
beiðni um varanlegar herstöðvar og breyttu í ósk um sérstakan samn-
lng um borgaralega flughafnaraðstöðu á Keflavíkurvelli. Þar með var
herverndarsamningurinn fallinn úr gildi og herinn skyldi hverfa af
landi brott. „Keflavíkursamningurinn“ var eigi að síður mikið hitamál.
Hann varð í fyrsta lagi banamein nýsköpunarstjórnar Ólafs Thors, því
að sósíalistar (,,kommarnir“) samþykktu hann ekki og gerðu að stjórn-
urslitamáli. Agreinings gætti einnig innan Alþýðuflokksins, en ekki
svo að úr skæri. Mikils ágreinings gætti innan Framsóknarflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn einn studdi Keflavíkursamninginn einhuga.
Eysteinn Jónsson fór fyrir þeim framsóknarmönnum, sem studdu
samninginn við lokaafgreiðslu, þótt meiri hluti þingmanna flokksins
greiddi atkvæði gegn honum. Hermann var í þeim hópi. Hófsemdar- og
raunsæisafstaða Eysteins kom fram í meðferð þessa máls, en einnig sú
eigind hans að taka hreina afstöðu til stórra ágreiningsmála, sem var
vitaskuld það einkenni sem skar úr um forustuhæfileika hans og sýndi
1 honum leiðtogaskapið.
Stjórnarkreppan mikla. Kalda stríðið magnast
Sem við var að búast í því pólitíska andrúmslofti, sem ríkti á íslandi
þessi ár, hófst löng stjórnarkreppa. Hún stóð linnulaust frá 10. október
1946 til 4. febrúar 1947 sem einhver forkostulegasti pólitískur farsi,
sem leikinn hefur verið á íslandi fyrr og síðar. Úr þessu greiddist ekki
fyrr en forseti íslands, Sveinn Björnsson, fól skikkanlegum krata,
Stefáni Jóhanni Stefánssyni, að reyna stjórnarmyndun. Honum tókst
að mynda ríkisstjórn með skikkanlegum mönnum úr Sjálfstæðisflokki,
Framsóknarflokki og Alþýðuflokki, enda mörgum farið að blöskra
sstandið og ekki annað eftir en forseti skipaði utanþingsstjórn eða efnt
yrði til nýrra kosninga. Eysteinn Jónsson var menntamálaráðherra í