Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 54

Andvari - 01.01.2006, Side 54
52 EMGVAR GÍSLASON ANDVARI Horft yfir sviðið 1950-1975 Sá kafli sögunnar, sem spannar árin milli 1950 og 1975, heill ald- arfjórðungur, var vissulega viðburðaríkur, þótt hér verði ekki dvalist við það tímabil svo að hvaðeina sé tínt til. Eitt af því sem mótaði mjög innri mál Framsóknarflokksins var „hersetan“ eftir að hún kom til 1951. Mikið bar á andstöðu við herset- una innan flokksins, jafnvel svo að margir gengu úr flokknum og áttu hlut að stofnun Þjóðvarnarflokksins. Annað ágreiningsefni var það, sem mörgum fannst óaðgengilegt, hversu sífellt lengdist í stjórnarsam- starfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Vonin um vinstri stjórn undir forustu Framsóknarflokksins átti djúpar rætur í flokknum. Þeir, sem mest voru hvetjandi vinstra samstarfs, töldu ekki fullreynt í þeim efnum og áttu þá við að forusta Framsóknarflokksins legði sig ekki að fullu fram að ná samkomulagi við Alþýðuflokk og Sósíalistaflokk (og Þjóðvarnarflokk eftir að hann varð til). En það á svipað við um myndun ríkisstjórna og stofnun hjónabands að „det skal to til“, og reyndar meira en það á stundum þegar mynda á ríkisstjórn! Fjarri fer því að það verði einkum fært á reikning Framsóknarflokksins að ekki voru myndaðar vinstri stjórnir, ef litið er yfir tímabilið 1946 (fall nýsköpunarstjórnar) til 1956. Vinstri flokkarnir höfðu ekki áhuga á stjórnarmyndun undir forsæti Framsóknarflokksins lengst af þessum tíma, síst af öllu sósíalistar sem kusu heldur að vinna með Ólafi Thors en Hermanni Jónassyni. Von framsóknarmanna um vinstri stjórn var reyndar að mestu fólgin í því að ná meirihluta með Alþýðuflokknum og þá horft til 3. og 4. áratugar til eftirdæmis. Fyrir þær sakir kom upp sú hugmynd í Framsóknarflokknum um miðjan sjötta áratuginn, að mynda skyldi kosningabandalag Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks, sem freistaði þess að ná meirihluta á Alþingi. Reyndar hafði áður verið kannað hvort ekki væri möguleiki á að þetta kosningabandalag samanstæði af fleiri vinstri manna hópum, tengdum Sósíalistaflokki og Þjóðvarnarflokki, en ekki átti það mikinn hljómgrunn. Bandalagshugmynd þessi var gjarnan studd þeim rökum, að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn svo öflugur að hann gæti náð hreinum meirihluta þingmanna í næstu kosningum. Þótt aðstandendur þessarar hugmyndar um kosningabandalag krata og Framsóknar hefðu hugsað sér að nefna það á skrauthvarfavísu Umbótabandalag, tókst ein- hverjum óhlutvöndnum náungum að gefa því nafnið Hræðslubandalag
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.