Andvari - 01.01.2006, Page 57
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
55
Eysteins. Þótt formannstími Eysteins væri ekki langur, var hann, sem
hans var von og vísa, vakinn og sofinn í starfi sínu, enda ekki minnsta
lát að finna á áhuga hans, dugnaði og skerpu. En pólitísk ævi hans var
orðin löng, þótt ekki væri hann svo gamall að árum að hann ætti ekki
mikið eftir af starfsþreki, enda átti hann eftir að sitja á Alþingi mörg
ár enn. Eysteinn var 62 ára þegar hann lét af formennsku Framsóknar-
flokksins. Hann var eftir sem áður kvaddur til ráða í öllum meiriháttar
málum á vegum flokksins og lét að sér kveða í þingstörfum.
Eysteinn var kjörinn forseti sameinaðs þings 1971 og gegndi því
starfi, þar til þing var rofið 1974. Hann gaf ekki kost á sér til framboðs
eftir það. Vel rækti Eysteinn þá virðingarstöðu sem embætti forseta
Alþingis er. Verður hans minnst sem farsæls þingforseta og frumkvöð-
u|s endurbóta á ýmsum sviðum stjórnsýslu þingsins, svo og aðbúnaðar
þingmanna og starfsfólks. Eysteini var gjarnt að láta að sér kveða í
hverju því starfi sem honum var falið og undi ekki úreltum vana og
kyrrstöðu, þegar umbóta var þörf.
Eysteinn menntamálarádherra
Eins og áður er rakið varð Eysteinn menntamálaráðherra í ríkisstjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar 4. febrúar 1947 og uppihaldslítið ráðherra
(lengst fjármálaráðherra) til 23. desember 1958. Stjórnmál sjötta ára-
tugarins voru vissulega viðburðarík og oft stormasöm. Vitaskuld blés
uni Eystein í þeim stormum, því hann lagði báti sínum ekki til hlés
þá fremur en áður. Hins vegar mátti kalla að hann hefði þá náð þeirri
ovenjulegu stöðu að vera viðurkenndur mikilhæfur stjórnmálamaður
Sem enginn gerði sér dælt við. Honum fóru öll störf vel úr hendi og átti
viðurkenningu skilið.
Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir málefnum, sem
sjaldnar en vera ætti eru nefnd þegar minnst er afskipta Eysteins af
þjóðmálum og almennum framförum í menningar- og félagsmálum.
Eysteinn Jónsson átti sér vítt og fjölþætt áhugasvið. Hann lét sér fátt
mannlegt óviðkomandi, enda hefði hann aldrei náð svo langt sem
stjórnmálaforingi og áhrifamaður í þjóðfélaginu meira en hálfa öld, ef
hann hefði ekki verið sá fjölhyggjumaður sem hann var.
, Varla fer milli mála að allt sem laut að sögu og þjóðmenningu
Islendinga fyllti stórt rúm á áhugasviði Eysteins Jónssonar. Af þeim