Andvari - 01.01.2006, Page 59
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
57
varnaðarorð gegn óheftum framkvæmdum í þágu orkufreks iðnaðar og
ofurhraða í gerð virkjana á kostnað náttúruverndar.
Eysteinn átti allmörg ár sæti í Þingvallanefnd og sat í nefnd sem
vann að endurnýjun laga um friðun Þingvalla. Umræður um friðun
Eingvalla áttu sér raunar lengri sögu og Jónas frá Hriflu vann að því
sem ráðherra að Alþingi samþykkti lög um friðun þessa merka sögu-
staðar árið 1928. Eftir að ný og efnismikil náttúruverndarlög gengu
1 gildi 1971 var Eysteinn skipaður formaður náttúruverndarráðs og
gegndi því starfi til 1978. Þau ár má segja að hann hafi helgað sig nátt-
uruverndarmálum flestum málum fremur, ekki síst eftir að hann hætti
þingmennsku 1974.
Eysteinn fylgdist úr því ætíð vel með náttúruverndarmálum og þeirri
umræðu sem síðar varð um hið stærra umfang þeirra, þegar farið var
uð ræða „umhverfismál“ og stofnun umhverfisráðuneytis. Gladdi hann
að það mál átti mikinn hljómgrunn í Framsóknarflokknum, ekki síst að
frumkvæði Páls Péturssonar, formanns þingflokksins og síðar ráðherra.
Umhverfisráðuneytið var stofnað 1990 af ríkisstjórn undir forsæti
Steingríms Hermannssonar.
Upphaf menntaskóla að Laugarvatni
^ 5. áratug 20. aldar var uppi hreyfing meðal Sunnlendinga og laut
meginforustu Bjarna Bjarnasonar skólastjóra Héraðsskólans að Laugar-
vatni að efla skólastarfið með því að hefja kennslu námsgreina til
stúdentsprófs. Bjarni átti sér marga^ ötula samverkamenn í þessu
hugsjónamáli, ekki síst þingmenn Árnesinga, Jörund Brynjólfsson
°g Sigurð Ola Ólafsson. Þeir höfðu gert áætlun um að hefja kennslu
menntaskólanámsgreina haustið 1947, en til þess þurfti leyfi mennta-
'Ualaráðherra. Var það eitt af fyrstu verkum Eysteins að veita þetta
|eyfi. Má segja að þar með hafi verið „stigið fyrsta skrefið að stofnun
Menntaskólans að Laugarvatni,“ eins og Vilhjálmur Hjálmarsson orðar
það í ævisögu Eysteins. En þó liðu sex ár þar til skólinn var formlega
stofnaður, enda stóðu um hann pólitískar þrætur nógu lengi til þess að
töfum ylli.
Eitt þeirra mála, sem Eysteinn kom fram í embætti menntamálaráð-
uerra og fagnað var um allt land á sinni tíð, voru lög um félagsheimili.
tutt höfðu verið frumvörp um þetta efni á fyrirfarandi þingum og