Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 62
60
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
ingurinn“ frá 1901 félli úr gildi 1951. Ekki stóð á framkvæmd þeirrar
stefnu eftir vandaðan fræðilegan og pólitískan undirbúning máls-
ins. Þetta var upphaf langrar milliríkjadeilu við Breta sem strax var
söguleg og afdrifarík. Framsóknarflokkurinn var þá í ríkisstjórn og
hafði bein afskipti af útfærslunni. Eysteinn var einn ráðherra þeirrar
ríkisstjórnar.
Síðar var landhelgin færð út stig af stigi, í nokkrum áföngum á löngu
árabili. Hver áfangi átti sína sögu og ævinlega svo að milliríkjadeilur
fylgdu þeim, að ekki sé minnst á bein „stríðsátök“ á íslenskum fiski-
miðum, enda nefndu Bretar, sem stóðu fyrir stríðsátökum þessum,
landhelgismál íslendinga „þorskastríð“. Hér verður það talið frásagn-
arvert og á það lögð áhersla, að Framsóknarflokkurinn átti ætíð beinan
hlut - sem ríkisstjórnarflokkur - að öllum áföngum í útfærslu land-
helginnar: 1952 - 1958 - 1972 - 1975. Það segir sína sögu um áhrif
Framsóknarflokksins á framgang og lausn þessa brýna hagsmunamáls
þjóðarinnar, sem margir hafa talið eins konar lokaþátt sjálfstæðisbarátt-
unnar og framlag Islendinga í uppgjörinu við heimsvalda- og nýlendu-
stefnu fyrri alda.
Meginstefna Framsóknarflokksins
Eysteinn Jónsson var óþreytandi áhugamaður um að kynna „megin-
stefnu og sögu Framsóknarflokksins“. Hann taldi ekki eftir sér að sækja
fundi ungra framsóknarmanna, hvenær sem hann var beðinn og hvernig
sem á stóð í öllum hans embættisönnum, ef efnið var að ræða lýðræðis-
þjóðfélagið, fjölbreytni þess, hagsmunaágreining og hagsmunasamtök
og hvernig það er ofureðlilegt að lýðræðisþjóðfélagið greinist í samtök,
félög og flokka. Þar skorti ekki á víðsýni hans og góðan skilning á því,
hvernig er að lifa í lýðræðislandi og virða annarra skoðanir án þess að
slaka í neinu á grundvallarviðhorfum sjálfs sín.
I riti, sem nefnist Kjósandinn, stjórnmálin og valdið, útgefnu af
Félagsmálastofnun, Reykjavík 1965, ritar Eysteinn grein sem nefn-
ist „Framsóknarflokkurinn, saga hans og meginstefna.“ í greininni
leggur hann áherslu á að Framsóknarflokkurinn aðhyllist ekki strangar
kreddur, engar algildar uppskriftir að lausn þjóðfélagsvandans. Þannig
styður Framsóknarflokkurinn „heilbrigt“ einstaklingsframtak og leggur
megináherslu á að sem flestir geti orðið efnalega sjálfstæðir, þátttak-