Andvari - 01.01.2006, Page 65
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
63
Alþingismenn á Austurlandi, ásamt einum af Vesturlandi. Frá vinstri: Halldór E.
Sigurðsspn, Halldór Ásgrímsson, Lúðvík Jósepsson, Eysteinn Jónsson, Helgi Seljan,
Tónias Árnason, Vilhjálmur Hjálmarsson.
greinum, sem ritaðar voru um Eystein á útfarardegi hans 20. ágúst
1993. Þar ritar Lúðvík Jósepsson, skæðasti pólitískur andstæðingur
hans á Austurlandi:
^Framboðsfundir ... voru oft hressilegir. Þeir leiddu þó ekki til óvin-
attu okkar Eysteins, heldur þvert á móti. ... Ég kveð Eystein Jónsson
sem mikinn stjórnmálaleiðtoga, sem snjallan málafylgjumann og sem
góðan félaga og vin. ...“
Helgi Seljan alþm. náði því að kynnast Eysteini sem pólitískur and-
stæðingur á Austurlandi, þótt aldursmunur væri mikill. Hann minnist
Eysteins með þessum orðum, m.a.: „... Minning Eysteins er í mínum
huga yljuð miklu þakklæti, vörðuð einlægri virðingu. ...“
Sú mikla farsæld sem fylgdi stjórnmálaafskiptum Eysteins fólst ekki
aðeins í því hvað hann átti miklu trausti að fagna meðal flokksmanna
Slnna, svo að honum varð forustuhlutverkið auðvelt. Hitt skipti ekki
síður máli að hann naut trausts og virðingar pólitískra andstæðinga
sinna. Þótt Eysteinn væri harður í horn að taka - sem allir vissu - var