Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 67
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
65
félagi í stjórnmálum eystra, Vilhjálmur Hjálmarsson, ritaði fróðlega
ævisögu hans í þremur bindum. Það rit hefur verið mér ómetanleg
minnisbók við rakning æviatriða Eysteins í þessari aldarminningu.
Eftir lát hans var stofnað í Löngubúð á Djúpavogi sérstakt minning-
arsafn um hann og eiginkonu hans, Sólveigu Eyjólfsdóttur, undir nafn-
lnu Ráðherrastofa Eysteins Jónssonar. Málverk af Eysteini prýðir skrif-
stofu forseta Alþingis, svo nokkuð sé nefnt af því sem gert hefur verið
hl að heiðra minningu hans.
Eysteinn Jónsson kvæntist 22. febrúar 1932 Sólveigu Eyjólfsdóttur,
sem fædd var í Reykjavík 2. nóv. 1911. Foreldrar hennar voru hjónin
Eyjólfur S. Jónsson múrari (1885-1967) og Þorbjörg Mensaldursdóttir
(1881-1945). Sólveig lifði mann sinn. Hún lést 29. júní 1995. Hún var
fn'ðleikskona, drífandi til allra verka og stoð og stytta manni sínum,
heimili og börnum.
Börn þeirra hjóna eru sex: 1. Sigríður f. 2. 2. 1933, fyrrv. deild-
arstjóri. Fyrri maður hennar var Sigurður Pétursson kaupmaður, sem
lést ungur. Synir þeirra eru Eysteinn og Pétur. Síðari maður Sigríðar
er Jón Kristinsson verktaki. 2. Eyjólfur verslunarstjóri f. 8. 4. 1935.
Kona hans er Þorbjörg Pálsdóttir fyrrv. lagerstjóri. Þeirra synir eru:
Eysteinn og Jón Páll. Stjúpsonur Eyjólfs er Ingi Valur Jóhannsson. 3.
Jón, sýslumaður í Keflavík, f. 10. 1. 1937. Kona hans er Magnúsína Guð-
mundsdóttir fyrrv. bankastarfsmaður. Þeirra synir eru Eysteinn og Guð-
mundur Ingvar. Stjúpsonur Jóns er Karl Jónsson. 4. Þorbergur fram-
kvæmdastjóri, f. 28. 4. 1940. Kona hans er Anna Margrét Marísdóttir.
Eeirra börn eru: Óskar, Sólveig, Þorsteinn og Sigríður. 5. Ólöf Steinunn,
húsmóðir, f. 21. 9. 1947. Eiginmaður hennar er Tómas Helgason flug-
sjjóri. Sonur þeirra er Helgi. 6. Finnur, bókagerðarmaður, f. 9. 4. 1952.
Okvæntur og barnlaus.
Eysteinn Jónsson lést í Reykjavík 11. ágúst 1993 á 87. aldursári.