Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 75

Andvari - 01.01.2006, Page 75
andvari GEF BEYG OG TREGA ENGAN GRIÐASTAÐ" 73 Ljóðið er ort á miklum viðsjártímum eða ári eftir að herverndarsamningurinn var gerður við Bandaríkjamenn. Skáldinu er þungt í huga og stirt um stef en í samfélaginu „sýður brimhverinn“. Einmitt þess vegna ber skáldinu að hrinda fram fari sínu, tákni skáldskaparins, og leggja til atlögu við fár og heift þess blinda forlagavalds sem hefur fjötrað þjóðina.32 Skáldið kemur fram sem ein- arður boðberi þjóðfrelsis og friðar. Helga Kress hefur sýnt fram á að í ljóði sem virðist innhverft náttúruljóð (Mér dvaldist of lengi lokaljóð Á Gnitaheiði) felst djúpstæður skilningur á félagslegu hlutverki skálda og þeirri ábyrgð þeirra að sporna gegn firringu, kalla þá sem villst hafa af leið og vísa þeim veginn „heim“, þar sem samsöm- un við samfélag og náttúru bíður þeirra.33 Þannig ber skáldinu að stuðla að vitundarvakningu og jafnvægi meðal manna. Slíka dýpri merkingu má víðar finna. I framhaldi af þessari stuttu greiningu á hlutverki skáldskapar eins og það blasir við í ljóðum Snorra skal lýst hvaða meginlínur megi lesa út úr Ijóðabókum hans um samfélagssýn þar. í því efni má segja að ákveðinnar bylgjuhreyfingar gæti á skáldskaparferli Snorra sem mótaðist annars vegar af samfélagsaðstæðum en hins vegar stöðu hans á lífsleiðinni. Fyrsta bók Snorra kom út undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hörmunga stríðsins sér þó lítt stað í henni heldur einkennist hún af „innhverfum og Persónulegum kenndaljóðum og náttúrulýrik“.34 Skýra má þau einkenni með því að þar yrkir maður sem gleðst yfir því að vera aftur kominn heim til föð- urlands síns eftir langa dvöl erlendis og hefur fundið rætur ljóðlistar sinnar. Þá einkennist bókin af fögnuði yfir nýfengnu sjálfstæði þjóðarinnar.35 Loks má sPyrja hversu meðvitaður almenningur var um hryllilegustu hliðar styrjald- nrinnar, til dæmis helförina, á þeim árum sem Snorri orti ljóðin í Kvæðum,36 Hann var þó gagnrýndur fyrir að vera ekki nægilega í takt við samtíð sína í þessari bók.37 Undir lok Kvœða má segja að örli á vitundarvakningu sem kemur ekki sfst fram í tveimur síðustu ljóðunum, Að kvöldi og Það kallar þrá?% Næsta bók, Á Gnitaheiði, kom út eftir lok styrjaldarinnar, upphaf kalda stríðsins, mngöngu íslands í NATO og gildistöku herverndarsamningsins. í þeirri bók gaetir geigs yfir því ástandi sem ríkir í heiminum, sem og harðrar þjóðfélags- adeilu og þar verður skáldskapurinn að beittu baráttutæki. Þó er í bókinni einnig að finna dul, innhverf Ijóð og rýfur hún því ekki að fullu samhengið í kveðskap Snorra.39 Athyglisvert er þó að þrátt fyrir að Snorri deili á einstaka atburði eða söguleg fyrirbæri er ádeilan sett fram á þann hátt að hún öðlast almenna skírskotun sem stenst tímans tönn þótt átakalínur breytist.40 Heiti þessarar bókar (og samnefnds ljóðs) undirstrikar þann^ óhug en jafnframt Þunga baráttu- og gagnrýnitón sem kemur fram í henni. Á Gnitaheiði lá orm- unnn Fáfnir, tákn græðginnar, á gulli því sem rænt hafði verið af dvergnum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.