Andvari - 01.01.2006, Page 78
76
HJALTI HUGASON
ANDVARI
hefðar og anna, höldum við nálgumst þar
himin þess draums sem við geymum
í minni bjartan og bernskan: á svölum morgni
við blóm og fljót skín sól hans á hreiðurmó
fleygra söngva, þar kalla ekki klukkur úr turni
og kurla líf okkar, dreifa því, strá
visnuðum óskum og vilja staðlausra stunda
í straumiðu hraðans. Dagur og nótt
leiðast í ró um borg hinna bláu tinda,
um brjóst þitt haustlegt og snautt
og vekja til ljóss og vonar allt bælt og þreytt
í vinjum hvíldar og leiks. Hve gott var að fara
og láta að baki land hinna holu múra,
leit þína að átt
í gjörningarökkri og gliti sem dylur og heillar:
Glaumur fagnar þér, tómleiki býður þér heim,
slungin græðgi vísar þér veg til hallar,
varúð brosmild og lokkandi hvíslar: gleym
órum þínum í örmum mér, látum
aðra um að sýna hreinskilni og þor;
sjá flærð og þýlund hreykjast í hæstu sætum,
hugsjón og göfgi sparkað á dyr
og frelsi smáð og fjötrað á opnu svæði —
nú fylgirðu mér til gleðinnar, vinur minn!
En hugur þinn vakir þó hönd þín sofi: í niði
hjólanna syngur fögnuður þinn
að komast burt, út í bláinn, finna þig enn
brautingja sólhvítra töfra, veglausrar þrár;
andvarinn ber þér óm af fjarlægu ljóði,
álftir á vatni þylja fréttir og spár
úr veröld hjarta þíns...-----,47
Sömu hugsunar gætir í Járnskóginum (Laufog stjörnur) þótt ljóðið sé afrakst-
ur áratuga slípunar og öll framsetningin hnitmiðaðri:
Járnskógurinn sefur
vélarnar bíða
bíða til morguns
eftir bráð sinni48
Annars eru beinar lýsingar á firringunni og afleiðingum hennar ekki ríkur
þáttur í ljóðum Snorra. Ástæða þess er ugglaust sú að hann var ekki fórn-