Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 80
78
HJALTI HUGASON
ANDVARI
á milli þeirra hér. Þessi túlkun gengur út á það að náttúran í ljóðum Snorra
sé fullkomlega hugrænt (kognitivt) fyrirbæri, eins konar innra landslag, sem
skáldið lifir og hrærist í og sérhver lesandi getur fundið sig heima í þrátt fyrir
að reynsluheimur hans sé með öllu óskyldur reynslu skáldsins.54 Þessi hug-
ræna náttúra hefur að líkindum mótast í fjórum mikilvægum skrefum.
Fyrsta skrefið var fólgið í bernsku skáldsins í nábýli við íslenska náttúru
en margt í ljóðunum bendir til að æska skáldsins hafi verið farsæl, í góðu
jafnvægi við umhverfið og lagt traustan grunn að viðhorfum þess og tilfinn-
ingum síðar á ævinni.55 Náttúruskynjun bernskunnar hefur síðan skerpst en
jafnframt orðið innhverfari þegar skáldið bjó árum saman á erlendri grundu
einangrað frá hinu sérstæða náttúrufari heimalandsins.56 Hefur þetta útlegð-
arskeið verið annað skrefið í mótun hinnar innhverfu náttúrusýnar. Þriðja
skrefið hefur síðan falist í endurnýjaðri, djúpri upplifun af náttúru landsins
þegar skáldið heim komið tók að ferðast um byggðir þess og óbyggðir.57 Eins
og allir vita sem reynt hafa setur sérhver gönguferð um ósnortna náttúru
óafmáanlegt mark á göngumanninn. Lokaskrefið fólst í því að skáldið tjáir
náttúrusýn sína í ljóði.
Afleiðingin af því hversu innhverf og hugræn náttúran er í kveðskap Snorra
er sú að ekki skiptir máli hvaða fjall hann yrkir um hverju sinni, hvaða heiði,
fljót, læk, lind eða lund. Hitt skiptir meiru við hvaða náttúruskynjun lesand-
inn tengir ljóðið hverju sinni. Höfundur þessarar greinar sér til að mynda ætíð
Herðubreið fyrir sér þegar Snorri nefnir fjall í ljóðum sínum. Annað tveggja
eins og hún blasir við frá Grímsstöðum á Fjöllum, snævi þakin, böðuð rauðri
vetrarsól eða eins og hún gnæfir ógnþrungin og ókleif þegar gengið er að
rótum hennar yfir Lindahraunið.
Sú hugræna náttúrusýn sem hér er gert ráð fyrir er svo þrungin tilfinningu
að hún opinberar innstu kviku skáldsins án þess að um hlutlæga samsvörun
eða hlutgervingu tilfinninga þurfi að vera að ræða eins og Páll Valsson gerir
ráð fyrir.
Það ljóð sem sýnir ef til vill hvað best hve náttúrusýn Snorra er hugræn og
bundin uppruna hans og bernskureynslu er Og trúðu þeir (Hautrökkrið yfir
mér):
Allt kyrrist og hljóðnar, kvöldið
kemur og slökkur
löng ljós sín í holum
laufhömrum skóga.
Þetta húmgræna djúp, hve það heillar
í hvíld sína og drauma;
en eitthvað er að: hér er jörðin
mér ókunn, minningalaus.