Andvari - 01.01.2006, Page 81
andvari
..GEF BEYG OG TREGA ENGAN GRIÐASTAÐ"
79
í hug mér skín hamrafjallið
sem horfði á mig barn í túni,
að slokknaðri sól vildi ég sofna í það,
sofa þar - vakna?58
Ljóðmælandinn sem ugglaust er skáldið sjálft dvelur á erlendri grundu þar
sem náttúran er því óskiljanleg, ókunn og minningalaus. Hamrafjall bernsk-
unnar, sú ímynd náttúrunnar sem varð til í víxlverkun milli bernskuminn-
inga og tilfinninga skáldsins er það orti ljóð sitt, vitjar hins aldna skálds sem
dreymir um að sameina upphaf sitt og endi, bernsku og lokadægur með því
að sofna í fjallið. Vísar Snorri þar til hinnar fornu trúar að mögulegt væri að
deyja í fjöll.59 í lokahendingu ljóðsins varpar skáldið síðan fram einni dýpstu
tilveruspurningu mannsins, þeirri hvort eitthvert líf bíði handan dauðans,
hvort þar leynist nýr morgunn, upprisa? Bendir þetta ljóð til þess að Páll
Valsson dragi ef til vill upp fullþrönga mynd af þessari vangaveltu í kveðskap
Snorra.60
I ljóði frá upphafi skáldferilsins, Hvítum vœngjum (Kvœði), má einnig
greina áhrif bernskunnar á hina sterku náttúruvitund. Þar fylgir ljóðmæland-
inn flugi mávs frá fjalli út til hafs. Er síðasta erindið þannig:
Nei ekki vil ég út í hafsins geima
en inn til landsins sem við stefnum frá,
ég þrái móans blóm og huliðsheima,
hólana sem ég forðum lék mér á,
klettana, lækinn: þar á þrá mín heima,
þangað um bláinn hvítir vængir sveima.61
Þá er Á Arnarvatnshœðum (Á Gnitaheiði) einnig mikilvægt dæmi um það
hvernig æskureynsla lagði grunn að náttúrusýn skáldsins:
Hér er óðal álftanna,
átthagar hvítra söngva.
í mjúku grasi
leitar golan minninga, strýkur
mér barni um vanga: það er vor,
ég hef vakað hjá ánni
og hlustað á svanina, nú hefja þeir flug
gegnum hjarta mitt, fljúga
með frið minn og unað eitthvað burt
austur um blárökkrið, hingað
Hingað
til heiðarvatnanna undir jöklinum.