Andvari - 01.01.2006, Page 83
andvari
GEF BEYG OG TREGA ENGAN GRIÐASTAÐ"
81
og gætt með því móti nýju lífi.65 Hér er litið svo á að regression skýri að
verulegu leyti viðhorf og tilfinningar Snorra Hjartarsonar til náttúrunnar og
valdi miklu um þá fyrirferð sem hún fær í kveðskap hans. Hann hefur þegar
i upphafi skáldferils síns orðið sér meðvitandi um jákvætt samband sitt við
náttúruna í frumbernsku og náð að láta það verða skapandi uppsprettu skáld-
skapar síns. Regression kemur líka við sögu varðandi önnur fyrirferðarmikil
stef í kveðskap hans sem vikið verður að síðar.
Náttúran öðlast þó ekki aðeins gildi í kveðskap Snorra í tengslum við
endurlifun æskuminninga heldur lifir hún eigin lífi óháð þeim. / Eyvindar-
kqfaveri (A Gnitaheiði) sem fyrr er vísað til er ekki að finna tilvísun til
bernskuminninga en þar er öræfunum með kyrrð, frelsi og jafnvægi lýst sem
andstæðu firringarinnar:
... Og aftur knýr vélin hin þungu hjól
um öræfin þögul og dul inn í nýan dag.
Þó dimmi á hættum vegum
er engu að kvíða: þau ljóma hin rauðu log
og lífið er beint af augum;
þú horfir sýkn fram á heilli gjöfulli tíma,
sérð heiðan vorblæ nema hvern dal og tind
og frjálsa menn njóta fegurðar starfs og drauma
hjá fornum múrum, við blóm og lind.66
Hér veitir ferð á vit öræfanna hreinsun, karþasis, og heilar ljóðmælandann. í
þessu kristallast sú staða sem náttúran hefur í kveðskap Snorra. Hún býr yfir
lækningamætti, veitir ró og frið, tilgang og markmið sem glatast í hraðfara og
firrtum heimi borgarlífsins. Náttúran er því eitt af því sem Snorri teflir fram
§egn firringunni.
Inn á grœna skóga (Laufog stjörnur) sýnir einnig að skáldið leit svo á að
nattúran, í þessu tilviki „launhelgar trjánna“, ætti mátt til að upphefja firr-
inguna:
Ég vil hverfa langt
langt inn á græna skóga
inn í launhelgar trjánna
og gróa þar tré
gleymdur sjálfum mér, finna
ró í djúpum
rótum og þrótt
í ungu ljósþyrstu laufi