Andvari - 01.01.2006, Side 85
andvari
GEF BEYG OG TREGA ENGAN GRIÐASTAГ
83
Víst má líta svo á að hér sé um myndmál að ræða og ljósið sem kviknar í klif-
inu sé tákn vonar en myrkrið sem grúfir yfir merki hið gagnstæða.73 Meiri vafi
leikur á hvort ekki verði að telja að reimleikarnir sem nefndir eru í ljóðinu /
Úlfdölum (Kvæöi) séu raunverulegri, það er séu hluti af þeirri náttúru sem þar
er lýst og skipti sköpum fyrir þá kennd eða „stemmningu“ sem ljóðið vekur:
I djúpu rjóðri
er reimt og dimmt,
það rýkur hrímþoka
um blómin
og lykur spor alls
sem liðið er
í loðnum myrkheima
gróðri.74
Hins vegar er ljóst að í ljóðunum Hvítum vœngjum, Leit, Þjófadölum (Kvæði)
og Rauðum gígum og gráum sandi (Á Gnitaheiði) liggur vísun til vætta í nátt-
úrunni í málsniði ljóðanna en í þessum Ijóðum er rætt um austrænan jötun,
ljósálfablys og huliðsheima.75
Eitt Ijóð skipar þó sérstöðu, Það kallar þrá, lokaljóð Kvæða og annað af
tveimur ljóðum þeirrar bókar sem talið er boða vitundarvakningu skáldsins.
I ljóðinu koma fram kenndir sem hafa verið sterkar í huga skáldsins: Gleði
yfir að vera að nýju kominn til heimalands síns, þrá hans til að knýta aftur
þau bönd sem hann bast við það ungur, sú skynjun að allt sé nú breytt, í
stað „ómsæls heiðins huliðsmáls" sé kominn orrustugnýr og loks vitundin
um skyldur skálds við nýjar aðstæður.76 Þar skipa vættir, einkum líklega
Hefæsþos, hinn gríski guð smíða, elds og eldfjalla mikilvægan sess í efn-
issniði Ijóðsins eða þeirri merkingarmiðju sem það hverfist um.77 í miðerindi
þess verður vitundarvakning. í fyrstu sex línunum lýsir skáldið reynslu sinni
en viðbrögðum og andsvari í síðari hlutanum sem tekur til tveggja lokalín-
anna:
Þú hlustar, heyrir þung
högg gjalla, sleggjur rísa, falla ótt
og fast og hátt, og belgi þjóta, blása
í brimsog rauðra loga, þjöl og töng
gæla við stál, en heitar eggjar hvæsa
í herzluþró.
Og bergmálsöldur blóðs þíns falla, rísa,
og brjóst þitt drekkur aflsins gný.78
Afdráttarlaus fullyrðing Páls Valssonar um hina vættalausu náttúru á því vart
V|ð þetta ljóð. Almennt má þó segja að hún standist um síðari ljóðabækurnar
°g að vættir rúmist ekki innan þess hnitmiðaða forms sem þar er beitt.