Andvari - 01.01.2006, Page 88
86
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.85
Þá kemur heimferðarminnið fram í ljóðunum Mér dvaldist oflengi (lokaljóð
Á Gnitaheiði), Forkunnsvík en það ljóð hét áður Heimkoma og Svari (Lauf
og stjörnur).86 Þá kemur skylt stef fram í Leit (Laufog stjörnur) og Útlaginn
(Hauströkkrið yfir mér). í báðum ljóðunum er fjallað um afturhvarf að upp-
hafi. í Leit virðist ljóðmælandi vera villtur göngumaður sem leitar vatns en
nemur nið þess er hann leggur eyra við jörð:
Langt verður skammt:
lindin hulda
kallar mig þangað
sem hún kemur fram.87
Útlaginn fjallar aftur á móti um paradísarmissi mannsins og þrá hans eftir
paradísarheimt og er þar vísað í sköpunarsögu Fyrstu Mósebókar,88
Landið þar sem enginn hefur komið
Hér að framan hefur verið rætt um afturhvarf til upphafs sem viðbragð eða svar
Snorra Hjartarsonar við firringunni. Það getur verið afturhvarf til bernskunnar,
heimahaganna, öræfanna, uppsprettulindarinnar eða frumupphafs mannkyns.
Þessum viðbrögðum er það sameiginlegt að vera innhverf, skáldið leitar að
lausn í eigin reynslu, sameiginlegri reynslu mannkyns eða hinni hugrænu sýn
sinni á náttúruna, hinu innra landslagi sínu. í ljóðum Snorra má þó einnig finna
sálfræðileg útleitin viðbrögð við firringunni. Er þar átt við að skáldið sér
lausnina fyrir sér í fjarskanum, firðinni, í landi sem enginn hefur komið til.89
Þessarar hugsunar gætir strax í Kvœðum, nánar til tekið í Svefnrofum:
Um hvílu mína fálma gráir fingur
framandi dags sem enginn hefur séð,
þeir rjála létt við lokað draumahlið
og lyfta slám frá þungri hurð,
áfjátt og létt sem örsmár hreiðurvængur
ófleygur, knúinn þrá.
Og inn í svefnsins undirheimadýrð
fer ymur beygs og spurnar
um gefin heit og bitrar minjar bornar
á bál um kvöld í nýrri trú
á sumarlangar leiðir, aldrei farnar,
til landsins góða bak við fjöll og heiðar,
fjöllin þau sjö.