Andvari - 01.01.2006, Page 90
88
HJALTI HUGASON
ANDVARI
Sáttin
Hér hefur verið á það bent að Snorri Hjartarson gekk einarðlega á hólm við firr-
inguna, sem telja má eitt helsta tilvistarvandamál samtíðar hans, að minnsta
kosti eftir að hörðustu átökum heimsstyrjaldarinnar og spennu kalda stríðsins
linnti. Firringin var enda eitt af þeim sárum sem heit og köld stríð tuttugustu
aldar skildu eftir sig. Frá þeirri glímu gekk hann sem sigurvegari, sáttur en
hugsanlega ekki með öllu óhaltur líkt og ættfaðirinn Jakob í Gamla testament-
inu.95 Sáttin kemur meðal annars fram í Myrkva (Laufog stjörnur):
Dimm og köld er þokan
Ég veit ekki hvar ég er
veit ekki hvert ég fer
en þó held ég áfram
Ég veit ekki hvort syrtir
veit ekki hvort birtir
en þó held ég áfram
Dimm og köld er þokan
og þó held ég áfram.96
Þrátt fyrir heiti ljóðsins, hina nöpru mynd þokunnar og óvissuna sem ríkir í
huga skáldsins er það óbugað og heldur áfram göngu sinni. Óvissa og kuldi
er einnig til staðar í Nepju (Laufog stjörnur). Þar er bjartsýnin þó meiri eins
og fram kemur í síðara erindinu:
Enn skal fagna
ungu vori og nýum söng
í öllum þessum kulda,
fyrirheitinu
hvernig sem það rætist.97
Náskyldur er boðskapur Kyrrðar (Hauströkkrið yfir mér):
Kvöldar á himni, kvöldar í trjám,
kyrrðin stígur upp af vötnunum,
læðist í spor mín gegnum rökkrið
sveipuð léttri drifhvítri slæðu,
tekur mig við hönd sér, hvíslar
máli laufs máli gáru við strönd
og löngu kulnaðs náttbáls á heiði:
ég er bið þín og leit, ég er laun
þeirrar leitar og þrár, ég er komin.98