Andvari - 01.01.2006, Page 92
90
HJALTI HUGASON
ANDVARI
til vegar þangað
sem vagninn bíður.. .I01
Sama sátt við hin endanlegu rök mannlegrar tilveru kemur fram í ljóðinu I
kirkjugarði (Lauf og stjörnur) og Við Suðurgötu (.Hauströkkrið yfir mér). I
báðum ljóðunum er þess freistað að sætta og samræma hinar róttæku and-
stæður líf og dauða.102 Loks má benda á ljóðin tvö sem vísað er til í titli og
einkunnarorðum þessarar greinar sem sótt eru til hinna eftirlátnu ljóða, Blœr
vertu og Ferhendu sem er síðasta fullfrágengna ljóð Snorra:
Sjá grasið sprettur, gleðstu, mundu að
þú grerir sjálfur fyrrum líkt og það,
þó innra með þér blikni sef og blað
gef beyg og trega engan griðastað!103
Hér gætir ýmissa einkenna módernismans, meðal annars ríkulegs myndmáls
og frjálslegrar umgengni um formið. Gleði, sátt og æðruleysi ljóðsins greinir
það þó frá fánýtishyggjunni sem víða gerir vart við sig hjá módernískum
skáldum. Þá er Snorri sjálfum sér samkvæmur í þessari síðustu ferhendu
sinni á þann hátt að hann setur niðurstöðu sína af langri og farsælli skáld-
skaparævi fram í heildstæðri náttúrumynd. í þessu síðasta frágengna ljóði
sínu sættir hann andstæðurnar vor og haust, sölnun og gróanda, æsku og elli,
líf og dauða.
Lokaorð
Hér hefur verið sýnt fram á að í höfundarverki Snorra Hjartarsonar ber mjög
á átökum við áleitna tilvistarspurningu og lífsvanda sem brann á samtíð
hans, firringuna. Glíman við hana setti mjög svip sinn á heimspekilega og
guðfræðilega umræðu sem og skáldskap margra módernista og leiddi þar til
tómhyggju, tilgangsleysiskenndar og afneitunar á hefðbundnum gildum.
Snorri gengur hins vegar sem sigurvegari frá þeirri glímu. Allt til hins
síðasta einkennast ljóð hans af sátt og í flestum tilvikum von jafnvel þegar
dauðinn nálgast og skáldið tekur að greina þytinn í sefinu við Styx. Þá vill
hann að ljóð sín verði öðrum til huggunar. Þannig kveður sá einn sem horfst
hefur í augu við firringuna en haft sigur.
I glímu sinni við firringuna beitti Snorri einkum fjórum stefjum sem
trauðla verða þó að fullu aðgreind, afturhvarfi til náttúrunnar, bernskunn-
ar, heimahaganna og lands vonarinnar sem enginn hefur stigið fæti á en er
þó samslungið ættlandi skáldsins, íslandi. Öll vísa þessi stef til grunnlægra
tilfinninga skáldsins og að minnsta kosti þrjú þau fyrstu má skýra með því