Andvari - 01.01.2006, Side 104
102
SIGURBORG HILMARSDÓTTIR
ANDVARI
fátækt sem knýr hann til að selja hestinn og að föður hans fellur það engu
síður þungt en honum sjálfum. Sögunni lýkur svo:
Hér fór hann svo, hann Bjössi litli í Forsælu, og var á leiðinni heim. Þótt óbeinlínis væri,
var hann einnig á leiðinni heim til fullorðinsáranna, þar sem góðleikinn, draumarnir og
viðkvæmni hjartans mega sín einskis, en peningarnir gilda allt. Þangað stefndi hann með
hundrað og fimmtíu krónur í vasanum.6
Sagan um Júlíus Bogason, Margt getur skemmtilegt skeð, kom út 1949.
Sögusviðið er Reykjavík samtímans og segir þar frá dreng sem missti móður
sína ungur og elst upp hjá föður sínum sem er sjaldan heima og stjúpmóður
sem honum semur afar illa við. Þrettán ára gömlum er honum komið í sveit
af barnaverndarnefnd vegna þjófnaðar og annarra smáafbrota.
Greint er frá aðlögunar- og þroskavandamálum drengsins í nýju umhverfi.
1 bókarlok hafa holl áhrif sveitalífsins gert hann að nýjum og betra manni.
Áhersla er á að móðurleysið sé mikilvægasta orsökin fyrir erfiðleikum hans.
Dísa frænka kom út 1952. Fremst í henni er þessi orðsending frá höfundi:
Sögur þessar eru frá minni hendi skrifaðar fyrir börn og unglinga, - og svo auðvitað
fyrir alla þá, sem vilja gera mér þann greiða að lesa þær. Hér er þó ekki um smábama-
bók að ræða. Sumir kunna að álíta lengstu söguna naumast við bama hæfi. Ég vona hið
gagnstæða. Ég held að það sé áreiðanlega skaðlegt, að bama- og unglingasögur séu nær
eingöngu bamaskapur.
Höfundurinn.7
Lengsta sagan Feðgarnir á Völlum er næstum 100 síður að lengd. Þar koma
fyrir ýmis minni sem sjást aftur í Veginum að brúnni, bræðrarígur og ósam-
lyndi feðga.
Með Fólkinu á Steinshóli 1954 heldur Stefán áfram á þeirri braut að skrifa
barnabækur sem eru engu að síður við hæfi fullorðinna. Þó aðalpersóna í
Fólkinu á Steinshóli sé tíu ára drengur fjallar sagan að verulegu leyti um líf
fullorðna fólksins í kringum hann, t.d. hjónabandserfiðleika foreldra hans.
Áhersla er á nauðsyn þess að skilja eðli og ófullkomleika mannanna. Stílein-
kenni Stefáns koma skýrar fram í þessari sögu en hinum fyrri, stíllinn virðist
markvissari og meðvitaðri en áður, t.d. endurtekningar sem oft er beitt af
mikilli kímni.
Hanna Dóra sem út kom 1956 er eina barnabók Stefáns þar sem stúlka er
aðalpersóna. Hanna elst upp hjá einstæðri móður sinni og þekkir ekki föður
sinn. I upphafi sögunnar deyr móðir hennar. Dauðinn kemur iðulega við sögu
í barnabókum Stefáns og er fjallað um hann og þær tilfinningar sem honum
fylgja á opinskárri hátt en tíðkast hafði í barnabókum.
Hinn kímilegi stíll Stefáns nýtur sín ef til vill hvergi betur en í sögunni
um prakkarann Óla frá Skuld 1957. Samband móður og sonar er hér enn