Andvari - 01.01.2006, Page 106
104
SIGURBORG HILMARSDÓTTIR
ANDVARI
En sannleikurinn er sá að ég hef aldrei verið að skrifa fyrir börn. Ég hef verið að skrifa
bækur. Ég hef verið að skrifa bækur af því að ég get ekki annað. Ég hef skrifað þær fyrir
fullorðið fólk, þroskaða lesendur, en þó þannig að unglingar gætu haft gagn af þeim.11
Það er engin von að almenningur skilji að þegar ég skrifa bók geri ég til hennar hinar
ströngustu kröfur um listræna sköpun og reyni að láta hana að engu leyti standa að baki
bókum góðra höfunda. Sjálfum finnst mér þetta hafa tekist stundum og mér líður illa af
því, að aðrir skuli ekki koma auga á þetta, en þó skil ég það. Mfg hefði langað til að fólk
vissi, að starf mitt á þessu sviði er brautryðjanda starf. Enginn Islendingur hefur skrifað
bækur með sama sjónarmiði og ég. Að vísu er ég víst fyrsti barnabókahöfundur eða
krakkabókahöfundur, sem nýtur ritstyrks. En hvers vegna er ég alltaf hafður með þeim
lægstu, þrátt fyrir að ritdómarar telji bækur mínar góðar? Svarið við þeirri spumingu
liggur ljóst fyrir. Það er vegna þess að jafnvel mislukkuð bók fyrir fullorðna nýtur meiri
virðingar og er álitin æðri list en sæmileg bók fyrir krakka. Sé bók kennd við krakka
verður hún brosleg og höfundurinn bamalegur. Það er þetta, sem mér leiðist. Þetta er að
verða mér djúpstæð kvöl.12
Ekki er Stefán Jónsson einn um þá reynslu að barnabókahöfundar eru ekki
litnir sömu augum og aðrir rithöfundar. Skemmst er þar að minnast Astrid
Lindgren sem um áratugi hefur verið víðlesnasti og vinsælasti rithöfundur
Norðurlanda en var aldrei svo mikið sem tilnefnd til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. En sennilega yrðu þær sögur Stefáns sem á sínum tíma voru
gefnar út sem barna- og unglingasögur margar hverjar kynntar sem skáldsög-
ur ætlaðar almennum lesendum ef þær væru að koma út á okkar dögum, engu
síður en t.d. þær skáldsögur Einars Más Guðmundssonar og Jóns Kalmans
Stefánssonar sem hafa að aðalpersónu barn í hörðum heimi, en engum dettur
í hug að flokka sem barnasögur.
3
Stefán Jónsson skrifaði tvær skáldsögur sem ætlaðar voru fullorðnum lesend-
um. Báðar voru þær metnaðarfull verk og mikil vinna lögð í samningu þeirra.
Stefán batt vonir við að fyrir þær hlyti hann þá almennu viðurkenningu sem
rithöfundur er hann taldi sig ekki hafa hlotið fram að því.
Sendibréf frá Sandströnd sendi Stefán í samkeppni um skáldsögur sem
Menningarsjóður efndi til árið 1959. Samkeppnin vakti mikla athygli og allhá
peningaverðlaun voru í boði. Úrslitin urðu þau að Björn Th. Björnsson hlaut
verðlaunin fyrir Virkisvetur en dómnefndin taldi Sendibréf frá Sandströnd
næstbestu söguna. Sjálfur var Stefán mjög ánægður með Sendibréfið og mat
það mest verka sinna. Það kom út árið 1960.
Sögusviðið er Sandströnd, lítið þorp á árbakka sem vaxið hefur upp í
kringun verslun og aðra þjónustu við sveitirnar í kring. Fyrsti hluti sögunnar
er forsaga Sandstrandarþorpsins og er í rauninni mjög laustengdur aðalefni