Andvari - 01.01.2006, Page 115
SVEINN EINARSSON
Hamlet við heimskautsbaug
En upp úr liðins tíma mold og myrkri,
þótt máð og glötuð séu öll vor spor,
gegn dagsins björtu ásýnd ungri og styrkri
rís andlit dimmt og brjálað: Þjáning vor.
Steinn Steinarr: Hamlet.
Inngangur
Ég leikstýrði Hamlet eftir William Shakespeare fyrir Leikfélag Akureyrar
haustið 2002. Aðdragandi var nokkur, eða þrjú ár, en í kjölfar þess, að sýn-
ing mín á Pétri Gaut Ibsens þremur árum fyrr hjá Akureyrarleikhúsinu hafði
líkað vel, var mér boðið frumsýningarkvöldið að setja upp leik að eigin vali,
hvenær sem næst gæfist tækifæri frá öðrum störfum. Ábyrgur fyrir Pétri Gaut
var þáverandi leikhússtjóri, Trausti Ólafsson og sýningin væntanlega kórónan
á hans leikhússtjóraferli; en við af honum var að taka Sigurður Hróarsson,
sem síðar margítrekaði boðið. Það æxlaðist þó þannig, að þegar loks varð af
sýningu, var að taka við stjórnartaumnum þriðji leikhússtjórinn, Þorsteinn
Bachmann.
Lagt var upp með tiltölulega litla áhöfn, enda fjárhagur leikhússins
ótryggur. Um leikmynd og búninga sá Elín Edda Árnadóttir, en við höfðum
áður unnið saman að sýningu á Afturgöngum Ibsens hjá Leikfélagi Akur-
eyrar. Sverrir Guðjónsson bjó sýningunni hljóðmynd og lýsir hennar var
Egill Ingibergsson. Eins og ævinlega var vinna umræddra listamanna í senn
sjálfstæð og mótuð af samvinnu við leikstjóra; Elín Edda var með frá fyrstu
hugmyndavinnu, en að þessu sinni komu þeir Egill og Sverrir að sýningunni
þegar hún var farin að mótast. Skylmingaatriði samdi og æfði Sigurður
Líndal. Æfingar hófust um vorið og var æft í þrjár vikur, en síðan allan
septembermánuð um haustið.
I leikhópnum voru Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Ófelía), Hildigunnur Þráins-
dóttir (leikkona og Fortinbras), Hinrik Hoe Haraldsson (Marsellus, 3. leik-
ari, Osrik, höfuðsmaður), Ivar Orn Sverrisson (Hamlet), Jakob Þór Einars-
son (Kládíus og vofan), Jón Ingi Hákonarson (Hóras), Sigurður Karlsson
(1. leikari og grafari), Sigurður Líndal (Laertes), Skúli Gautason (Gullin-
stjarni), Sunna Borg (Geirþrúður), Þorsteinn Bachmann (Rósinkranz), Þráinn