Andvari - 01.01.2006, Page 128
126
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
Hórasar og Laertesar, en þeir voru þá komnir út í aðra sálma og farnir að láta
sig dreyma um loftfimleika-Rómeó og Júlíu. Mér datt einnig í hug Olafur
Egill Egilsson í Hóras, en hann var bundinn af öðrum verkefnum. En þegar
hér var komið sögu var ég fastráðinn í að fá heim Sigurð Líndal til að leika
Laertes; honum hafði ég kynnst þegar ég var að vinna í London o" hann
verið að gera það gott síðan hann lauk skóla sem leikari og leikstjóri. Eg vissi
líka um hæfni hans í skylmingum. I hlutverk Hórasar var svo ráðinn Jón Ingi
Hákonarson, einnig enskmenntaður, sem ég hafði ekki kynnst áður. Mér þótti
Akureyrarleikararnir Þráinn Karlsson og Sunna Borg sjálfkjörin í hlutverk
Póloníusar og drottningar, enda oft unnið með þeim mér til ánægju, og í hlut-
verk Rósinkranz og Gullinstjarna var ég vel settur með þá Skúla Gautason
og Þorstein Bachmann úr hópi heimamanna. í hópinn bættist svo Hinrik
Hoe Haraldsson, sonur gamals samstúdents míns og lék ýmis hlutverk, þar á
meðal Ósrik og loks Akureyrarleikkonan Hildigunnur Þráinsdóttir sem ekki
aðeins fór með hlutverk leikkonunnar heldur og Fortinbras, og er mér ekki
kunnugt um að hann hafi áður verið leikinn af konu. En til þess voru ástæður
sem síðar skýrast. Loks var svo Jakob Þór Einarsson sem fyrir nokkrum árum
hafði leikið Pétur Gaut á fjölunum á Akureyri við mikinn orðstír og auk þess
verið Amlóði í Amlóða sögu. Nú þótti mér tími til kominn að hann glímdi
við annars konar skapgerðarhlutverk, en það var partur af grunnhugsuninni
að Kládíus væri talsvert yngri en Geirþrúður drottning, glæsimenni sem hún
sæi ekki sólina fyrir. Honum hafi þó einkum gengið til metnaður í þeirra
sambandi, en á hann sótt efasemdir.
Ég býst við að leiksýningar taki ævinlega eitthvert mið samtíma síns,
meðvitað eða ómeðvitað. Á sjöunda og áttunda áratugnum var mikil pólitísk
umræða og stundum róttæk, og unga fólkið var upptekið af samfélagslegum
vandamálum. Leikhúsið fylgdist auðvitað grannt með því. Á tveimur síðustu
áratugum aldarinnar var hins vegar ríkjandi mikil einstaklingshyggja og nú í
kjölfarið gróðahyggja. Þátttaka ungs fólks í stjórnmálum er auðvitað enn við
lýði, en langt frá eins almenn og var, félagsþroski eða samábyrgð ekki áber-
andi, en hins vegar persónulegur dugnaður; leikvöllurinn allur heimurinn.
Menn vilja meika það.
í Akureyrarsýningunni gáfum við okkur þær forsendur, að þau Hamlet
og Ófelía, Laertes og Hóras séu öll kornung og á svipuðu reki, hafi sem sagt
verið leikfélagar. Á meðan þeir Hamlet og Hóras eru að heiman við nám í
Vittenbergi, hefur sitthvað gerst í Danaveldi. Faðir Hamlets er látinn, snögg-
lega, og það kallar Hamlet heim, en Hóras fylgir í humátt á eftir. Föðurbróðir
hans er sestur á konungsstól og það sem meira er, kvænist ekkjunni, móður
Hamlets, varla tveimur mánuðum eftir andlát bróður síns. En síðan birtist
vofa föður hans, fyrst varðmönnum og Hórasi, síðan honum, og við blasir, ef
trúa skal enn skelfilegri hugsun: að föðurbani hans sé nú kóngur.