Andvari - 01.01.2006, Page 135
ANDVARI
HAMLET VIÐ HEIMSKAUTSBAUG
133
til Póllands þar sem hann ætlar að herja; hann er auk þess tilbúinn að hitta
valdamenn í Danaríki til að ræða við þá í vinsemd um stjórnmálin. Og sáð er
efasemdum um að Fortinbras sé heils hugar í Póllandsstríði sínu; höfuðsmað-
ur hans fræðir Hamlet um fánýti þessarar herfarar. Og í leikslok kemur í ljós,
að Fortinbras er lítil hefnd í hug; með semingi tekur hann við stjórn, þegar
allir fyrirmenn Dana liggja þar blóðug lík „í veislu dauðans“. Hann gætir þess
umfram allt að gera orðstír Hamlets sem mestan.
Efnisskipan og leikrœn útfærsla
1. atriði
Ekki var notast við fortjald. Þegar áhorfendur komu í salinn, mætti þeim
hálfrökkur og frumstæð tónlist, sem leiddi hugann að steinhörpum og hráum
áslætti. Ljós kom upp á Hamlet sem sat á viðarbútnum og með hnattlíkan í
höndum. Skerandi tónn varð æ sterkari, uns hann hvarf skyndilega. Hamlet
hugsi. Ófelía læðist að honum og vill láta vel að honum; Laertes í humátt á
eftir, vill koma í veg fyrir það. Þau taka hnattlíkanið úr höndum Hamlets og
öll þrjú kasta því á milli sín eins og í knattleikum forðum; Hamlet reynir að
ná aftur í hnöttinn. Hóras kemur askvaðandi og reynir að ná athygli þeirra og
stöðva leikinn, og á hæla honum Marsellus.
Hóras: Hamlet!
Þó að Hórasi sé mikið niðri fyrir tekst honum ekki að stöðva ærslin. Það
gerist ekki fyrr en við kveður herlúður og inn koma kóngur og drottning,
Póloníus og hirðmenn í virðulegri röð. Hamlet hleypur til og skellir sér í
skrúðgönguna - en gengur á höndunum. Hóras, Laertes og Ófelía marséra á
eftir. Póloníus kippir Ófelíu út úr skrúðgöngunni. Kládíus snarstansar og snýr
sér að Hamlet, en kemur ekki upp orði fyrir reiði. Prinsinn hefur eyðilagt
fyrstu stjórnarathöfn hans. Hamlet sest út í horn eins og í öskustó. Drottning
gengur til hans og reynir að ná til hans, en Hamlet snýr sér undan. Drottning
snýr sér þá að kóngi og lætur blíðlega að honum, reynir að gera gott úr.
Kóngur hefur hásætisræðu sína og snýr sér meðal annars í sal; áhorfendur eru
þegnar hans. En hann er úr jafnvægi og á erfitt með að finna réttan tóninn;
vex þó ásmegin. Loft allt lævi blandið.
Hamlet fer út þegar hann segist munu hlýðnast móður sinni, en „af fremsta
megni“ er það ekkert afdráttarlaust fyrirheit. Þegar allir marséra aftur út undir
herlúðrum er því margt óútkljáð; „ótryggt stjórnmálaástand.“ Hóras verður
einn eftir á sviðinu og fer síðan að svipast eftir Hamlet í þá átt sem hann fór
út (uppsviðs v.). Hamlet reynist ekki langt undan og hefur fylgst með, stekk-