Andvari - 01.01.2006, Page 136
134
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
ur í áttina þar sem hersingin fór og kallar eftir þeim: Tveir mánuðir o.s. frv.
Hóras reynir að þagga niður í honum, dregur hann síðan fram og þeir setjast
á viðarbútinn. Marsellus er álengdar (í sal) og Hóras gefur honum merki að
koma og staðfesta frásögnina um vofuna. I lok atriðis bindast þeir fastmælum
að ganga úr skugga um draugaganginn.
2. atriði
Atriðin tengjast saman á þann máta, að þegar Hamlet og Hóras eru á leið út
koma Laertes og Ofelía úr hinni áttinni. Samtímis færist eitt baktjaldið úr
stað.
Laertes (til skýringar): Nú hef ég flutt minn farangur til skips.
Hamlet faðmar Laertes að sér og slíkt hið sama gerir Hóras. Osjálfrátt ætlar
Hamlet að faðma Ofelíu einnig, en hrekkur við og frá; hneigir sig fyrir henni.
Þeir Hóras hverfa.
Laertes: Hamlet prins, og allt hans ástarglingur o.s.frv.
Laertes er fullkomin alvara, en hún vill ekki ræða málin og snýr þeim upp í
gaman. Póloníus kemur og leggur þeim lífsreglurnar, þau taka ráðleggingum
hans mátulega alvarlega. Þau kveðja Laertes með miklum innileik. Síðan fer
Póloníus að predika yfir Ofelíu. Póloníus veður fram og til baka fyrir framan
Ofelíu, sem situr á bálkanum og snýr sér eftir honum, uns hún stenst ekki
mátið og rýkur á brott með þeim orðum að hún hlýði, sem í raun táknar: ég
hlýði ekki.
3. atriði
gerist á varðstéttinni. Reykur vindur, hlutlaus bakveggur. Hóras og Marsellus
ganga um til að halda á sér hita; þeir eru að bíða Hamlets. Hann birtist að
baki þeim með hött um höfuð og leikur vofu. Þeir hrökkva við og í ljós kemur
að Hórasi er ekkert skemmt; hann er í raun hræddur. Þegar vofan birtist (við
sjáum hana ekki) og bandar Hamleti með sér, berst leikurinn fram í sal (t.v.);
Hamlet fer þar, og síðar þeir kumpánar í humátt á eftir. Síðan kemur Hamlet
fram sal (t.h.) og upp á svið; draugurinn ávarpar hann og hann hörfar undan
og upp eftir veggnum t.v. Þegar vofan er farin fellur hann niður sem lamaður
eða dauður. Þeir Hóras og Marcellus koma á sviðið t.h. og skelfast; halda
hann dauðan og þora varla að nálgast hann. Hamlet rís þó snöggt upp og þeir
sannfæra hvor annan um að mikilvæg skilaboð hafi borist þeim að handan.
Nú veit Hamlet að hann verður að beita herkænsku með „furðulegt fas“, því
að „úr liði er öldin“.