Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 138
136
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
einveru þína. Þetta er hneisa vor
margsönnuð, að með helgu háttalagi
og frómum bænar-svip er sykri stráð
á sjálfan djöfulinn.
Þetta gefur kóngi færi á að trúa áhorfendum fyrir eftirfarandi:
Ó allt of satt.
Hvert orð er minni sál sem svipuhögg.
Þeir fela sig svo, kóngur og Póloníus. En áður en fundum Hamlets og Ófelíu
ber saman, koma þeir inn askvaðandi, Hamlet og Hóras. Hamlet hefur fundið í
gamalli bók vísdómsorð, sem byrja svo: Að vera eða ekki vera, og er að útskýra
fyrir Hórasi hvað þetta sé merkilegt. Þeir setjast á bálkann meðan Hamlet
reynir að botna í textanum og útskýra hann um leið fyrir vini sínum.Loks veitir
hann eftirtekt Ófelíu sem hefur hægt um sig, og bendir Hórasi að hverfa af
velli. Hún rís upp og gengur upp á sviðsbrún, hann í humátt til hennar. Þegar
hún heldur að hann ætli að faðma sig, breytir hann skyndilega um viðmót og
dregur hana fram eins og þau séu að dansa menúett eða annan hirðdans. Snýr
bók hennar við; hún er á hvolfi, og hún skilur að töfraheimurinn er hruninn.
Samtal þeirra magnast og hann hrekur hana upp eftir veggnum til hægri þar
sem hún hangir í angist eins og krossfest sé. Þegar hún reynir að komast undan,
dregur hann hana til sín á gólfinu og eitt andartak er hann nærri því að nauðga
henni. Sér að sér og segir henni að koma sér í klaustur. Þýtur út, hún á gólfinu
niðurbrotin og fer með eintalið. Kóngur og Póloníus koma að henni þar; ráða
ráðum sínum; tilfinningar hennar verða útundan fyrir „hag ríkisins“.
7. atriði
Salur í höllinni. Flenniljós. Allir. Kóngur og drottning sitja á bálkanum og
nautshúð yfir og snúa baki í áhorfendur. Hamlet og Hóras á sveimi. Þögli-
leikurinn fer fram á baksviði og þá eru ljós dempuð; hann er mjög stílfærður og
tónlist skiptir máli; þrír leikarar. Sömuleiðis aðalleikurinn, en hann berst um
sviðið. Síðan eru allir á brott, þegar kóngur kveður upp úr um það; eftir verða
Hamlet og Hóras. Siðan eru R&G sendir til að kalla Hamlet á teppið. Enn sem
fyrr leikur hann sér með þá og kallar lútu flautu o.s.frv. Eintalið fer hann með
við bálkann, þar sem andlit hans er upplýst af speglun frá brunnvatni.
8. atriði
fer í fyrstu fram við sviðsbrún; ráðagerð kóngs og hirðmanna. Kóngur verður
eftir og færir sig á sviðsbrún hægra megin og fer með eintalið, fyrst standandi,
svo á knjám. Hamlet kemur að og heyrir það. Læðist fyrst að og grípur síðan
um kóng með sveðju á lofti. Tilsvör Hamlets segir hann við kóng.