Andvari - 01.01.2006, Page 141
STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR
„Að kasta sér meðal útlendra þjóða“
Um Ferdabók Tómasar Sœmundssonar
A Islandi munu trautt finnast dcemi til, að neinn maður hafi
viljað betur fósturlandi sínu, enn sjera Tómas Sœmundsson.'
Fjölnismaðurinn víðförli, Tómas Sæmundsson (1807-1841), rak smiðshögg-
ið á glæsilegan námsferil sinn við Kaupmannahafnarháskóla með ferðalagi
suður um Evrópu á árunum 1832-4. Tómas ritaði ferðasögu sína sem til er
í ófullgerðu uppkasti og var gefin út 1947. Hann vann að ritun hennar til
dauðadags og er hún varðveitt í torlæsilegu eiginhandarriti á Landsbókasafni.
Meginmál ferðasögunnar er í Lbs. 1443.4° (468 þéttskrifaðar blaðsíður) en brot
úr fyrirhuguðum inngangi ásamt uppskrift Hallgríms Melsteð bókavarðar af
Ferðabókinni er í Lbs.2839.40. Þá er í JS.543.4° varðveittur stuttur útdráttur úr
Ferðabókinni eftir óþekktan höfund.
Tómas Sæmundsson ólst upp hjá foreldrum sínum, Sæmundi Ögmundar-
syni og Guðrúnu Jónsdóttur, í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum. Þau hjónin
voru ágætlega efnað bændafólk á íslenska vísu og ólu soninn upp í guðsótta
og góðum siðum; Sveinn Pálsson læknir gisti eitt sinn í Eyvindarholti og þá
heyrði hann um kvöldið eitthvert hljóðskraf sem reyndist vera Tómas litli að
lesa bænirnar sínar.2 Tómas varð snemma „lestrar hestur og bókaþöngull“3
og um fjórtán ára aldur var hann settur til náms í Odda á Rangárvöllum
hjá Steingrími Jónssyni, síðar biskupi.4 Þaðan lá leiðin í Bessastaðaskóla
þar sem Tómas kynntist m.a. góðvini sínum, Jónasi Hallgrímssyni. Tómas
lauk stúdentsprófi árið 1827 með góðum vitnisburði. Sama ár sigldi hann til
Kaupmannahafnar og innritaðist í háskólann. I bréfi sem Tómas ritaði föður
sínum 30. ágúst 1827 er að finna frásögn af brottförinni af íslandi:
Það er annað léttara en [að] gera öðrum ljósa [þá] þanka og þær tilfinningar, sem taka
fangna sálu þess manns, er í fyrsta sinn á æfinni veit sig staddan úti á reginhafi, ekkert
sjáandi utan hafið í öllu veldi sínu og víðáttu og himininn hvelfdan yfir því. Þankarnir
voru svo margir og hver annari ólrkar tilfinningamar. Þó man ég eina helzt og hún [var]
þessi: Nú ertú kominn burt úr hinum mjúku móðurhöndum fósturjarðarinnar - og jafn-
snart sagði hjarta mitt mér, að hvað svo sem fyrir mér lægi að sjá af fegurð landa og
staða, þá yrði hún [mér] þó ætíð í allri sinni fátækt dýrðlegasti bletturinn á jarðríki.5