Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 147

Andvari - 01.01.2006, Side 147
ANDVARI „AÐ KASTA SÉR MEÐAL ÚTLENDRA ÞJÓÐA“ 145 hripa rétt upp sem í dagbókarformi það helzta sem þeir muna til og kemur í hug frá hvörjum stað og við hvört atvik, hvað innan um annað; eg þóttist skilja að þeim lesurum mínum, sem bókin eiginliga var ætluð, mundi fyrir því næstum eins ókunnugt hvörsu veröldin eiginliga er. Það yrði allt fyrir þeim í ruglingi, þeir þekktu ekki hvað þeir vissu eður hvað mikið þá vantaði, og þeim yrði örðugt að fylla inn í skörðin, svo þar af yrði nokkuð heilt.25 Texti Ferðabókarinnar er í lærdómsstíl samtímans, víða þungur, formfastur og lotulangur.26 Konráð Gíslason og Jónas Hallgrímsson ritskoðuðu yfirleitt texta Tómasar áður en hann birtist í Fjölni og breyttu honum ef þeim sýndist svo, reyndar ekki alltaf til batnaðar að mati Tómasar. Ferðabókin og bréfin bera hinsvegar vitni um texta Tómasar sem ekki hefur farið í gegnum hreins- unareld þeirra kumpána. Hann einkennist af þeirri viðleitni að koma hugsun um framandi fyrirbæri í íslenskan búning, svo menn geti gert sér þar af „nokkra ímyndun“ (sbr. 279). í löngu máli lýsir Tómas t.d. leikhúsi og notar til þess orð eins og orrakista (hljómsveitargryfja), áhorfarar, jörðjafna (salur með hallandi gólfi), sjónarpallur (svið), sjónarslagur (leikrit), konungsbás (stúka), sjónardans (ballet) og leikstef (þáttur) (sbr. 68-72). Velta má fyrir sér hvort í þessari viðleitni birtist eitt af einkennum upplýsingarinnar eða rómantísk vakning og hreinsun tungunnar. Mér virðist Tómas líta á tungumálið sem tært og gegnsætt. Hann efast ekki um að hægt sé að orða alla hluti en áttar sig þó fyllilega á að mörgu er erfitt að lýsa, að lögun sumra hluta verður „torveldliga fyrir sjónir leidd“ (sbr. 55) og sumt „verður ei með orðum útskýrt" (sbr. 216). Hér lýsir hann blindraletri sem þá var algjörlega óþekkt fyrirbæri hérlendis: Má hér og ekki, sem nærri má geta, mynda stafina með litum en stafmótum sem lögð eru að annarri síðu blaðsins með mörgum örðum eða broddum. Ganga örður þessar inn í pappírinn, sem er mjög stinnur, svo að hinum megin koma út jafnmargar örður fyrir hvörjum staf, og þar eð þeir eru æði stórir má með fingurgómunum og æfingu vel þreifa þá og allan orða aðskilnað.27 Lýsingar eru yfirleitt langar og smásmugulegar og reyna margar verulega á þolinmæði lesandans. Stundum er hlutum líkt við kunnugleg fyrirbæri svo draga megi upp skýrari mynd af þeim eins og algengt er í ferðasögum. Þá grípur Tómas til hugtaka sem tilheyra íslenskum veruleika. Þaksteinum í Svínamunde líkir hann við ýsuhreistur (15), lóni einu við graflæk (21), ald- urshringjum í trjám við sömu hringi í hornum á sauðfé (24), vínberjum við stór krækiber (209) o.s.frv. Við sem erum á leið inn í geimöldina myndum sennilega lýsa innviðum fljúgandi furðuhlutar á svipaðan hátt og Tómas lýsir sundlaug: Fyrsti salurinn sem inn kom var forstofa með bekkjum umhverfis, var þar uppslegið á hliðveggjum margs konar skjölum til aðvörunar og undirvísunar laugamönnum; líka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.