Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 148

Andvari - 01.01.2006, Side 148
146 STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR ANDVARI mátti þar sjá prísa sérhvörrar laugar sem til var í húsinu. í næstu stofu var almennileg laug fyrir karlmenn; var hún múruð úr steinum niður í gólfið og svo sem kannske manni í mitti að dýpt upp á barma; í börmunum voru kranar og eftir því sem þeim var snúið mátti hleypa vatni úr og í laugina, og var sumt heitt, sumt kalt einsog bezt þækti fara. Umhverfis hana allt um kring voru smá hús með tali á hvörjum dyrum. Voru þau ætluð til að klæða sig í og afklæða. Komu í laugina margir í einu...28 Svipaða tilfinningu fyrir framandleika má sjá þegar sagt er frá skólagöngu barna í borgum; „I skólanum eru börnin einasta nokkurn tíma á hvörjum virkum degi og hafa þar ekkert nema kennslu, en fara jafnan hvört heim til sinna á nætur og bera bækur sínar með sér fram og aftur“ (74). Lýsingartækni Tómasar einkennist bæði af skapandi hugsun og skarpri athyglisgáfu, hann er í senn heimsmaður og heimalningur. Hvernig á til dæmis að lýsa erlendri borg öðruvísi en með líkingum úr íslenskri náttúru? Húsþökin fyrir neðan mann, sem oftast eru úr brenndum leir, með öllum sínum ójöfn- um eru sem brunahraun sem reykháfamir er fylla loftið með sífelldum reyk og svælu gjöra enn líkara eldgjósandi fjöllum, og á milli þessa grillir maður niður á götumar sem í djúpa gjá og sér þaðan fólk og hesta á hreyfingu sem kvikindi og ber þaðan upp til manns argið og skarkalann. Gefur það nokkurn þanka um hvömig við munum líta út frá hærri himinstöðum.29 Ætlun Tómasar var sú að Evrópuferðin yrði lokaþáttur háskólanámsins, fullnaðarundirbúningur fyrir það umbótastarf sem hann hafði ásett sér að vinna heima á íslandi. Hans heitasta ósk er að geta „bent löndum mínum til réttari þekkingar á veröldinni, gjört þá móttækiligri fyrir annarri bókligri þekking, og hvatt til einhvörs gagnligs fyrirtækis..(6). Víða kemur fram í Ferðabókinni að hún er fyrst og fremst skrifuð til uppfræðingar. Henni er ætlað það stóra hlutverk að vekja íslendinga til vitundar um möguleika þeirra til andlegra og félagslegra framfara í anda upplýsingarinnar. Aðferð Tómasar við að drepa landa sína úr dróma felst í lýsingunni (representation) sem var lykilhugtak upplýsingarinnar.30 Hann lýsir vandlega ýmsum þeim fyrirbærum sem varða þjóðarheill og velferð samfélagsins og nýst gætu á íslandi en voru þá landsmönnum svo til ókunn. Sem dæmi um slíkt eru „stiftanir“ ýmsar eins og bókhlaða, náttúrugripasafn, dýraspítali, „barnsburðarhús“ og „vitstolahús“ eða „óðrahús“. Á íslandi var velferðarkerfi óþekkt og barnaskóli og sjúkra- hús voru ekki byggð í Reykjavík fyrr en rúmum tveimur áratugum eftir dauða Tómasar. Bjartsýni, kapp og óbilandi framfaratrú einkenna Ferðabókina fyrst og fremst. Það er í raun áform Tómasar að innleiða nýjungar í kyrr- stætt íslenskt samfélag með lýsinguna að vopni. Ferðabókin ber því með sér bæði ýmis skýr einkenni upplýsingarinnar, sem var að renna sitt skeið á enda um þessar mundir, og rómantísk þjóðerniseinkenni. Söguskoðun Tómasar einkennist að vissu leyti af dæmigerðu upplýsingarviðhorfi til framfara, hefð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.