Andvari - 01.01.2006, Side 148
146
STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR
ANDVARI
mátti þar sjá prísa sérhvörrar laugar sem til var í húsinu. í næstu stofu var almennileg
laug fyrir karlmenn; var hún múruð úr steinum niður í gólfið og svo sem kannske manni
í mitti að dýpt upp á barma; í börmunum voru kranar og eftir því sem þeim var snúið
mátti hleypa vatni úr og í laugina, og var sumt heitt, sumt kalt einsog bezt þækti fara.
Umhverfis hana allt um kring voru smá hús með tali á hvörjum dyrum. Voru þau ætluð
til að klæða sig í og afklæða. Komu í laugina margir í einu...28
Svipaða tilfinningu fyrir framandleika má sjá þegar sagt er frá skólagöngu
barna í borgum; „I skólanum eru börnin einasta nokkurn tíma á hvörjum
virkum degi og hafa þar ekkert nema kennslu, en fara jafnan hvört heim til
sinna á nætur og bera bækur sínar með sér fram og aftur“ (74). Lýsingartækni
Tómasar einkennist bæði af skapandi hugsun og skarpri athyglisgáfu, hann
er í senn heimsmaður og heimalningur. Hvernig á til dæmis að lýsa erlendri
borg öðruvísi en með líkingum úr íslenskri náttúru?
Húsþökin fyrir neðan mann, sem oftast eru úr brenndum leir, með öllum sínum ójöfn-
um eru sem brunahraun sem reykháfamir er fylla loftið með sífelldum reyk og svælu
gjöra enn líkara eldgjósandi fjöllum, og á milli þessa grillir maður niður á götumar sem
í djúpa gjá og sér þaðan fólk og hesta á hreyfingu sem kvikindi og ber þaðan upp til
manns argið og skarkalann. Gefur það nokkurn þanka um hvömig við munum líta út frá
hærri himinstöðum.29
Ætlun Tómasar var sú að Evrópuferðin yrði lokaþáttur háskólanámsins,
fullnaðarundirbúningur fyrir það umbótastarf sem hann hafði ásett sér að
vinna heima á íslandi. Hans heitasta ósk er að geta „bent löndum mínum til
réttari þekkingar á veröldinni, gjört þá móttækiligri fyrir annarri bókligri
þekking, og hvatt til einhvörs gagnligs fyrirtækis..(6). Víða kemur fram
í Ferðabókinni að hún er fyrst og fremst skrifuð til uppfræðingar. Henni er
ætlað það stóra hlutverk að vekja íslendinga til vitundar um möguleika þeirra
til andlegra og félagslegra framfara í anda upplýsingarinnar. Aðferð Tómasar
við að drepa landa sína úr dróma felst í lýsingunni (representation) sem var
lykilhugtak upplýsingarinnar.30 Hann lýsir vandlega ýmsum þeim fyrirbærum
sem varða þjóðarheill og velferð samfélagsins og nýst gætu á íslandi en voru
þá landsmönnum svo til ókunn. Sem dæmi um slíkt eru „stiftanir“ ýmsar eins
og bókhlaða, náttúrugripasafn, dýraspítali, „barnsburðarhús“ og „vitstolahús“
eða „óðrahús“. Á íslandi var velferðarkerfi óþekkt og barnaskóli og sjúkra-
hús voru ekki byggð í Reykjavík fyrr en rúmum tveimur áratugum eftir dauða
Tómasar. Bjartsýni, kapp og óbilandi framfaratrú einkenna Ferðabókina
fyrst og fremst. Það er í raun áform Tómasar að innleiða nýjungar í kyrr-
stætt íslenskt samfélag með lýsinguna að vopni. Ferðabókin ber því með sér
bæði ýmis skýr einkenni upplýsingarinnar, sem var að renna sitt skeið á enda
um þessar mundir, og rómantísk þjóðerniseinkenni. Söguskoðun Tómasar
einkennist að vissu leyti af dæmigerðu upplýsingarviðhorfi til framfara, hefð-